Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #679

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 23. júlí 2013 og hófst hann kl. 10:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Arnheiður Jónsdóttir starfsmaður Félagsþjónustu Vesturbyggðar kom inn á fundinn undir 1. og 2. lið fundarins.

    Almenn erindi

    1. Hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð við HSP

    Rætt um hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð við HSP og tillögur Arkís frá fyrra ári og almennt um stöðu eldri borgara í Vesturbyggð.
    Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi bæjarráðs með heilbrigðisráðherra vegna málsins.

      Málsnúmer 1307052 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Áskorun frá eldri borgurum vegna húsnæðismála

      Lögð fram áskorun frá eldri borgurum á Patreksfirði þar sem bæjaryfirvöld eru hvött til þess að bæta úr húsnæðismálum í Eyrarseli.
      Bæjarráð þakkar eldri borgurum fyrir bréfið og bæjarstjóra falið að boða til fundar með eldri borgurum í Eyrarseli með bæjarráði.
      Arnheiður Jónsdóttir starfsmaður félagsþjónustu kom inn á fundinn og kynnti nýjungar í þjónustu við eldri borgara í Vesturbyggð.
      Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að lítilsháttar breytingum á húsnæði Eyrarsels og felur starfsmönnum Vesturbyggðar að fylgja því eftir.
      Bæjarráð samþykkir ennfremur að hafin verði vinna að framtíðarlausnum í húsnæðismálum fyrir eldri borgara í Vesturbyggð.

        Málsnúmer 1307047

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Innanríkisráðuneytið þjónusta við hælisleitendur

        Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög um þjónustu við hælisleitendur.
        Bæjarráð sér sér ekki fært um að verða við erindinu.

          Málsnúmer 1307048

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Grenjavinnsla

          Lagt fram minnisblað um grenjavinnslu frá 2011-2012.
          Málinu frestað til næsta fundar.

            Málsnúmer 1307039 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fjallskilanefnd

            Formaður bæjarráðs kynnti 1. fund fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Fundargerð lögð fyrir á næsta bæjarráðsfundi.

              Málsnúmer 1307038 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Sýslumaður beiðni um heimild til afskriftar

              Fært í trúnaðarmálabók.

                Málsnúmer 1302072

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Fjárhagsstaða janúar-maí

                Rætt um fjárhagsstöðu janúar-maí.

                  Málsnúmer 1307042 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Sameining sveitarfélaga

                  Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa gert með sér samstarfssamning um sameiginleg verkefni sveitarfélaganna; félagsþjónustu, forstöðumann tæknideildar og skipulags-og byggingarfulltrúa, fjallskilanefnd, slökkviliðsstjóra og sameiginlegan launaútreikning. Auk þess reka Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur saman Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti.
                  Í ljósi þessa samstarfs og síaukinna verkefna sveitarfélaga í framtíðinni óskar bæjarráð Vesturbyggðar eftir formlegum viðræðum við hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps um sameiningu sveitarfélaganna þannig að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna í komandi sveitarstjórnarkosningum.

                    Málsnúmer 1307055 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00