Hoppa yfir valmynd

Sameining sveitarfélaga

Málsnúmer 1307055

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. september 2013 – Bæjarráð

Lagður fram 8. tölul. fundargerðar 458. fundar hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps varðandi sameiningu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.




23. júlí 2013 – Bæjarráð

Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa gert með sér samstarfssamning um sameiginleg verkefni sveitarfélaganna; félagsþjónustu, forstöðumann tæknideildar og skipulags-og byggingarfulltrúa, fjallskilanefnd, slökkviliðsstjóra og sameiginlegan launaútreikning. Auk þess reka Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur saman Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti.
Í ljósi þessa samstarfs og síaukinna verkefna sveitarfélaga í framtíðinni óskar bæjarráð Vesturbyggðar eftir formlegum viðræðum við hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps um sameiningu sveitarfélaganna þannig að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna í komandi sveitarstjórnarkosningum.