Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #643

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 8. maí 2012 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Ásgeir Sveinsson boðaði forföll.

    Almenn erindi

    1. JKÓ "Dimmulimmatjörn"

    Lagt fram erindi frá Jóni Kr. Ólafssyni vegna umhverfi minnisvarðans í kringum Mugg á Bíldudal. Þar sem ekki liggur fyrir leyfi frá bæjarstjórn fyrir framkvæmdum í kringum minnisvarðann er bæjarstjóra falið að sjá til þess að umhverfi minnisvarðans verði fært til fyrra horfs.

      Málsnúmer 1204060

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Búnaðarsamtök Vesturlands drög að fjallskilareglum fyrir Vestfirði

      Lagðar fram fjallskilareglur fyrir Vestfirði. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reglurnar og vísar til seinni umræðu í bæjarstjórn.

        Málsnúmer 1104077 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Skólamál á Birkimel.

        ræða um skólamál á Birkimel vegna sjúkraleyfis.

        Bæjarstjóri upplýsti um stöðu skólamála á Birkimel.

          Málsnúmer 1205057

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Fjárhagsupplýsingar fyrstu 4 mánuði ársins 2012.

          Lagðar fram fjárhagsupplýsingar fyrstu 4 mánuði ársins 2012 til kynningar.

            Málsnúmer 1205056

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Ársreikningur Vesturbyggðar 2011

            Lagður fram ársreikningur Vesturrbyggðar 2011 til seinni umræðu í bæjarráði. Ársreikningi vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn.

              Málsnúmer 1204041 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Athugasemd nr:2 vegna deiliskipulags við Klif

              Athugasemd Jóhönnu Gísladóttur vegna deiliskipulags við Klif. Bæjarráði óskar eftir nánari gögnum er varðar skilgreiningar á lóðamörkum. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

                Málsnúmer 1202026 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Grenjavinnsla 2012

                Erindi vísað frá bæjarstjórn. Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindi landbúnaðarnefndar um hækkuna framlaga til grenjavinnslu en minnir á fyrri samþykktir bæjarstjórnar um að umræða um grenjavinnslu verði tekin upp á fjórðungsvísu.

                  Málsnúmer 1205006

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Aðalstræti 100 ehf varðar varnargarða við Litladalsá

                  Lagt fram til kynningar erindi frá Aðalstræti 100 ehf vegna hótels á Patreksfirði. Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Aðalstrætis 100 ehf. og bæjarstjórn.

                    Málsnúmer 1205044

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    11. Umhverfisráðuneytið varðar kaup á Strandgötu 14 Bd

                    Lagt fram bréf til kynningar frá Umhverfisráðuneyti þar sem tilkynnt er að Ofanflóðanefnd samþykkir uppkaup atvinnuhúsnæðis að Strandgötu 14, Bíldudal.

                      Málsnúmer 1205046

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      12. Sjávar-og landbúnaðarráðuneytið varðar lóð Sauðlauksdal

                      Lagt fram bréf frá Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneyti þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins vegna niðurrifs yngra prestshússins í Sauðlauksdal en Jarðasjóður mun sjá um niðurrif hússins. Bæjarráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemd við niðurrif yngra prestshússins.

                        Málsnúmer 1205047

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        13. 10.bekkur styrkumsókn vegna útskriftarferðar 2012

                        Lögð fram styrkbeiðni frá 10.bekk Grunnskóla Vesturbyggðar vegna útskriftarferðar. Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 20 þúsund krónur pr.nemanda.

                          Málsnúmer 1205027

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          14. Beiðni um styrk vegna meistaraverkefni í sérkennslufræðum

                          Lagt fram erindi frá Hlín Sigþórsdóttur og Áslaugu Þ Harðardóttur þar sem óskað er eftir styrk vegna meistaraverkefnis við Háskóla Íslands. Bæjarráð sér sér því miður ekki fært um að styrkja verkefnið en óskar Hlín og Áslaugu góðs gengis.

                            Málsnúmer 1205032

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            15. Umsókn um styrk vegna sumarnámskeiðs barna og unglinga

                            Lögð fram styrkumsókn að upphæð 250 þúsund krónur vegna sumarnámskeiða fyrir börn og unglinga í Vesturbyggð. Bæjarráð samþykkir erindið en óskar jafnframt eftir því að það verði tekið aftur fyrir þegar frekari gögn liggja fyrir.

                              Málsnúmer 1204045

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              16. Félagsþjónusta - iðjuþjálfun

                              Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra vegna iðjuþjálfunar og heimsóknarþjónustu fyrir eldri borgara í samstarfi við HSP. Bæjarráð tekur vel í hugmyndina en óskar eftir nánari útfærslu á tillögunni.  

                                Málsnúmer 1205041

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                17. Alþingi atvinnuveganefnd beiðni um umsögn vernd og orkunýting landssvæða mál nr.727

                                Lögð fram beiðni frá atvinnuveganefnd Alþingis um umsögn um vernd og orkunýtingu landssvæða, mál nr. 727.

                                  Málsnúmer 1205033

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Til kynningar

                                  2. SÍS fundargerð stjórnar nr.796

                                  Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 796.

                                    Málsnúmer 1205055

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    Fundargerðir til kynningar

                                    10. Bæjarráð - 642

                                    Lögð fram fundargerð bæjarráðs nr. 642.

                                      Málsnúmer 1204020F 2

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30