Hoppa yfir valmynd

Atvinnumálanefnd #85

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 25. september 2012 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Guðrún Eggertsdóttir Atvest.

    Gestir fundarins: Shiran Þórisson framkvæmdastjóri Atvest, Guðrún Eggertsdóttir, Valgeir Ægir Ingólfsson og Magnús Ólafs Hansson verkefnastjórar Atvest.

    Almenn erindi

    1. Kynning: AtVest og Markaðsstofa Vestfjarða

    Shiran Þórisson fór yfir starfsemi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.
    Rætt um atvinnuuppbyggingu á svæðinu og verkefni sem Atvinnuþróunarfélagið gæti unnið fyrir sveitarfélagið. Atvinnumálanefnd óskar eftir því að Atvest hafi forgöngu um þjónustukönnun/greiningu fyrir sveitarfélagið. Rætt um skort á iðnaðarmönnum og ímynd svæðisins út á við og hvernig hægt er að markaðssetja sveitarfélagið frekar sem búsetukost.
    Nefndin óskar eftir því að verkefnastjórar Atvest sæki fundi nefndarinnar til að auka flæði upplýsinga milli nefndarinnar og Atvest.

      Málsnúmer 1209078

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Atvinnumálastefna V-Barð

      Atvinnumálastefnan var uppfærð síðast árið 2007 og nefndin óskar eftir því að Atvest komi að vinnu við mótun nýrrar atvinnumálastefnu.

        Málsnúmer 1209079

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Önnur mál

        Almenningssamgöngur.
        Rætt um nauðsyn þess að sveitarfélagið komi að skipulagningu á almenningssamgöngum milli byggðakjarna. Atvinnumálanefnd telur fulla þörf á því að þetta sé skoðað nánar þar sem þetta sé eitt atvinnusvæði og eftirspurn er eftir þessari þjónustu af fólki sem þarf að sækja vinnu og þjónustu milli byggðakjarna á suðursvæðinu.

        Sóknarfæri hafnarinnar, bætt þjónusta fyrir smábáta.
        Aukin eftirspurn er eftir leguplássi fyrir smábáta og atvinnumálanefnd telur þörf á því að bætt sé við viðleguplássi til að anna eftirspurn.

          Málsnúmer 1209080 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00