Hoppa yfir valmynd

Önnur mál

Málsnúmer 1209080

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. desember 2012 – Atvinnumálanefnd

a.Formaður gaf Jóni Þórðarsyni orðið. Hann kynnti hringferð sína um landið síðustu misseri í tengslum við fyirtæki sitt EagleFjord ehf. og sagði í framhaldi af því að fjölmörg tækifæri væru fólgin í þeirri uppbyggingu fiskeldis sem nú ætti sér stað á Vestfjörðum. Uppbyggingin væri á við stóriðju, en menn mættu ekki gleyma uppbyggingu á sviði menningar, því það væri sá þáttur er best héldi í fólk, til búsetu.

b.Atvinnumálanefnd Vesturbyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna framkomins frumvarps um Atvinnuleysistryggingasjóð, er varðar endurgreiðslu launa til fiskvinnslna í hráefnisleysi þeirra. Að mati nefndarinnar er atvinnuöryggi fiskvinnslufólks stefnt í hættu og miklar líkur eru á að fiskvinnslur fækki fólki til að mæta þessum niðurskurði. Með þessari aðgerð er enn bætt í aðför ríkisins að þessum grunnatvinnuvegi landsbyggðarinnar

Greinargerð með bókun:

Í framkomnu frumvarpi til fjárlaga (sept. 2012) er framlag til atvinnuleysisbóta hjá fiskvinnslustöðvum (hráefnisskortur) fellt út.
Fulltrúar Atvinnuleysistryggingasjóðs hafa fundað með fulltúum Samtaka fiskvinnslustöðva (og SA) og Starfsgreinasambandsins í marga mánuði um málið.
Útgreiðsla til fiskvinnslu hefur aukist á sl. árum og er um 330 millj. króna á ári, en fjárlög gera ráð fyrir um 190 millj. kr.
Hefur þetta fyrirkomulag gilt frá 1995 og hefur gjörbreytt atvinnuöryggi fiskvinnslufólks
Samkomulag tókst um að þrengja verulega ákvæði um endurgreiðslur
Endurgreiðsluhlutfall Atvinnuleysistryggingasjóðs til fiskvinnslufyrirtækja er nú 60% en lækkar í tæp 40% við 110 millj. kr. lækkun og verði þetta að veruleika þá snýst hlutfallið við og sjóðurinn tekur ca. 40% og fyrirtækin um 60%.
Helstu breytingar verða, gangi þetta eftir, að í stað þriggja fyrstu (1. jan) hráefnislausu daga á árinu sem nú falla á fyrirtækin verða einnig þrír fyrstu dagarnir á seinnihluta ársins (1. júlí), þá verður ekki lengur endurgreitt vegna tryggingagjalds og framlags í lífeyrissjóðs, heldur verða hámarksatvinnuleysisbætur stofninn, þá fækkar endurgreiddum dögum úr 45 í 35 á almanksári, en gerð verða skýrari undanþáguákvæði ef aðstæður til öflununar hráefnis eru mjög erfiðar m.a. af landfræðilegum ástæðum.
Lengsta samfellda stopp styttist úr 20 greiðsludögum í 15 daga en verður að rúmast innan heildarfjöldans.
Þá verður ekki endurgreitt vegna föstudaga í hráefnisleysi á eftir frídegi á fimmtudegi (s.s. sumardagurinn fyrsti og uppstigningardagur).

c.Atvinnumálanefnd Vesturbyggðar beinir því til sveitarfélaga á Vestfjörðum að sá hluti veiðigjalds sem rennur til sveitarfélaga verði nýttur til að mæta því tjóni sem hlýst af rekstrarstöðvunum og uppsögnum starfsfólks í sjávarútvegi vegna álagningar veiðigjalds.




25. september 2012 – Atvinnumálanefnd

Almenningssamgöngur.
Rætt um nauðsyn þess að sveitarfélagið komi að skipulagningu á almenningssamgöngum milli byggðakjarna. Atvinnumálanefnd telur fulla þörf á því að þetta sé skoðað nánar þar sem þetta sé eitt atvinnusvæði og eftirspurn er eftir þessari þjónustu af fólki sem þarf að sækja vinnu og þjónustu milli byggðakjarna á suðursvæðinu.

Sóknarfæri hafnarinnar, bætt þjónusta fyrir smábáta.
Aukin eftirspurn er eftir leguplássi fyrir smábáta og atvinnumálanefnd telur þörf á því að bætt sé við viðleguplássi til að anna eftirspurn.