Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og framkvæmdaráð #1

Fundur haldinn í ráðhúsi Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, 26. júní 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) varaformaður
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) varamaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) formaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
  • Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Kosning varaformanns og ritara, fundartimi o.fl. Skipulags- og framkvæmdaráð

Tryggvi Baldur Bjarnason setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Kosning varaformanns Skipulags- og framkvæmdaráðs. Gerð er tillaga um Jóhann Pétur Ágústsson sem varaformann.

Samþykkt samhljóða.

Ritari og starfsmaður nefndarinnar verður Elfar Steinn Karlsson, byggingarfulltrúi.

Reglulegur fundartími ráðsins verður fjórða miðvikudag hvers mánaðar kl. 09:00

Erindisbréf skipulags- og framkvæmdaráðs lagt fram til kynningar.

    Málsnúmer 2406142

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Trúnaðaryfirlýsingar 2024-2026

    Lagðar fram til undirritunar þagnar- og trúnaðarskyldur nefndarmanna hjá Vesturbyggðar.

      Málsnúmer 2406149

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Umsókn um leyfi fyrir auglýsingaskiltum - Patreksfjörður

      Erindi frá S&S veitingum ehf, dags. 12. júní. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að setja niður auglýsingaskilti fyrir Skútann - kaffi bar annarsvegar við gatnamót Aðalstrætis og Strandgötu/Þórsgötu og hinsvegar neðan við Strandgötu við þvottaplan og ofan við Strandgötu við Mikladalsá.

      Í ljósi umbeðinni staðsetninga leggur Skipulags- og framkvæmdaráð til við heimastjórn Patreksfjarðar að erindinu verði hafnað og að bent verði á upplýsingasvæði innan við Kirkjugarð fyrir skiltið að höfðu samráði við Vegagerðina. Umbeðnar staðsetningar gætu komið til með að trufla umferðaröryggi.

        Málsnúmer 2406154 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Umsagnarbeiðni - Frístundabyggð í Dagverðardal í Ísafjarðarbæ nr. 0631-2023

        Erindi frá Ísafjarðarbæ, dags. 12. júní. Í erindinu er óskað umsagnar um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna frístundabyggðar í Dagverðardal.

        Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna.

          Málsnúmer 2406049

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Tillaga að lýsingu Svæðisskipulags Vestfjarða

          Tillaga að lýsingu fyrir svæðisskipulag Vestfjarða lögð fram til kynningar.

            Málsnúmer 2406119 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Sólmyrkvi 12 ágúst 2026

            Rætt um undirbúning vegna sólmyrkva 12. ágúst 2026. Gert er ráð fyrir miklum fjölda ferðamanna vegna viðburðarins. Ráðið leggur til við bæjarráð að skipaður verði starfshópur um undirbúning viðburðarins.

              Málsnúmer 2403076 4

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Til kynningar

              7. Til samráðs Drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr. 902013

              Lagður fram tölvupóst frá innviðaráðuneytinu dags. 3. júní sl. með ósk um umsögn um drög að reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð, nr.90/2013.

              Tekið fyrir á 1. fundi bæjarráðs þar sem málinu var vísað áfram til skipulags- og framkvæmaráðs til kynningar.

              Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 2406046 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10