Hoppa yfir valmynd

Sólmyrkvi 12. ágúst 2026

Málsnúmer 2403076

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. maí 2024 – Menningar- og ferðamálaráð

Kynnt fyrir ráðinu undirbúningur vegna sólmyrkva 12. ágúst 2026. Gert er ráð fyrir miklum fjölda ferðamanna vegna viðburðarins. Ráðið gerir athugasemd um að brýnt sé að huga að uppbyggingu innviða á svæðinu enda feli viðburðurinn í sér stóraukið álag á innviði, þar á meðal vegakerfið og samgöngur. Ráðið leggur til að heimastjórn kanni möguleika á gjaldtöku sem nýtt verði til uppbyggingar innviða.




26. júní 2024 – Skipulags- og framkvæmdaráð

Rætt um undirbúning vegna sólmyrkva 12. ágúst 2026. Gert er ráð fyrir miklum fjölda ferðamanna vegna viðburðarins. Ráðið leggur til við bæjarráð að skipaður verði starfshópur um undirbúning viðburðarins.




9. júlí 2024 – Bæjarráð

Erindi vísað til bæjarráðs frá 1. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs. Á fundinum lagði ráðið til að bæjarráð skipaði starfshóp um undirbúning vegna sólmyrkvans 12. ágúst 2026.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að skipaður verði starfshópur um undirbúning vegna sólmyrkvans 12. ágúst 2026. Starfshópurinn verði skipaður eftirtöldum aðilum:

Páll Vilhjálmsson - formaður bæjarráðs
Tryggvi B. Baldursson - formaður skipulags- og framkvæmdaráðs
Freyja Pedersen - formaður umhverfis og loftlagsráðs
Elín Eyjólfsdóttir - formaður heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps
Edda Kristín Eiríksdóttir - heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps
Maggý Hjördís Keransdóttir - fulltrúi bæjarstjórnar í heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps

Vísað áfram til heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps til kynningar.




11. júlí 2024 – Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps

Bæjarráð samþykkti á 3. fundi sínum að skipaður verði starfshópur um undirbúning vegna sólmyrkvans 12. ágúst 2026. Starfshópurinn verði skipaður eftirtöldum aðilum:

Páll Vilhjálmsson - formaður bæjarráðs
Tryggvi B. Baldursson - formaður skipulags- og framkvæmdaráðs
Freyja Pedersen - formaður umhverfis og loftlagsráðs
Elín Eyjólfsdóttir - formaður heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps
Edda Kristín Eiríksdóttir - heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps
Maggý Hjördís Keransdóttir - fulltrúi bæjarstjórnar í heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps

Lagt fram til kynningar