Hoppa yfir valmynd

Stefnumótun í íþróttamálum Vesturbyggðar

Málsnúmer 2409039

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. september 2024 – Fjölskylduráð

Nú þegar sveitarfélögin hafa verið sameinuð skapast tækifæri til að sækja fram með stefnumótun í íþróttamálum. Aukin þátttaka íbúa í íþróttum og hreyfingu stuðlar að bættri lýðheilsu og almennri vellíðan. Íþróttastarf er mikilvægur þáttur í að bæta lífsgæði íbúa og hefur jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Öflugt íþróttastarf er ekki aðeins mikilvægt fyrir lýðheilsu, heldur hefur það einnig jákvæð áhrif á byggðaþróun. Með því að byggja upp sterkt og aðlaðandi íþróttastarf eykst aðdráttarafl sveitarfélagsins fyrir nýja íbúa og styrkir samfélagslega samstöðu.Því er mikilvægt að móta skýra stefnu um hvernig við viljum haga íþróttastarfi innan sveitarfélagsins til framtíðar, með það að markmiði að skapa faglega umgjörð fyrir íþróttaiðkun.

Fjölskylduráð leggur til að gert verði ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun næsta árs til þess að fá ráðgjöf við stefnumótun sem yrði unnin í breiðu samráði sveitarfélagsins, íbúa, íþróttafélaga á svæðinu og annarra hagaðila.