Hoppa yfir valmynd

Tjaldsvæði á Bíldudal

Málsnúmer 2407018

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. júlí 2024 – Heimastjórn Arnarfjarðar

Erindi frá formanni heimastjórnar Arnarfjarðar varðandi framtíð tjaldsvæðisins á Bíldudal.

Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið á Teams ásamt Valgerði Maríu Þorsteinsdóttur, menningar og ferðamálafulltrúa sem sat fundinn í Muggsstofu.

Almennar umræður voru um möguleika á staðsetningu tjaldsvæðis á Bíldudal nú þegar hillir undir að núverandi tjaldsvæði verði aflagt.

Heimastjórn Arnarfjarðar leggur til að farið verði í deiliskipulagsvinnu við að staðsetja tjaldsvæði á túninu við Skrímsasetrið.

Samþykkt samhljóða.




23. júlí 2024 – Bæjarráð

Lagt fyrir erindi sem tekið var fyrir á 1. fundi heimastjórnar Arnarfjarðar sem haldinn var 10. júlí sl. Heimastjórn Arnarfjarðar leggur til að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir nýtt tjaldsvæði á Bíldudal og það verði staðsett á túninu við Skrímslasetrið.

Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.

Bæjarráð tekur undir bókun heimastjórnar og vísar því áfram til skipulags- og framkvæmdaráðs, gert er ráð fyrir fjármagni til vinnu við deiliskipulag fyrir nýtt tjaldsvæði á Bíldudal í fjárhagsáætlun 2024.




26. júlí 2024 – Skipulags- og framkvæmdaráð

Erindi frá heimastjórn Arnarfjarðar þar sem lagt er til að farið verði í deiliskipulagsvinnu við að staðsetja tjaldsvæði á túninu við Skrímslasetrið á Bíldudal.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að hafin verði vinna vegna deiliskipulagsins og felur Skipulagsfulltrúa að setja málið í vinnslu.