Hoppa yfir valmynd

Viðhaldsþörf í Tálknafirði

Málsnúmer 2407010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. júlí 2024 – Heimastjórn Tálknafjarðar

Erindi frá Jónasi Snæbjörnssyni varðandi viðhaldsþörf í Tálknafirði.

Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kom inn á fundinn á Teams og ræddi þau verkefni sem eru í gangi. Rætt var um viðhald á götum í Tálknafirði, svæði fyrir losun á jarðvegi og skilti við aðkomuna að Tálknafirði.

Geir falið að ræða við Vegagerðina um að setja upp afmarkað svæði fyrir skilti við gatnamótin áleiðis til Tálknafjarðar.
Rætt um losunarsvæði fyrir jarðveg og hvað þurfi til að hægt sé að útbúa slíkt svæði. Vesturbyggð er með starfsleyfi fyrir losunarsvæði fyrir óvirkan úrgang í Mikladal sem sveitarfélagið bendir á þar til annað er ákveðið.

Heimastjórn Tálknafjarðar bendir bæjarstjórn á að deiliskipulag hafnar liggur fyrir og heimastjórn hvetur bæjarstjórn til að ýta því verki áfram.

Einnig var rætt um viðhaldsþörf gatna í Tálknafirði og þá sérstaklega á Hrafnadalsvegi. Geir benti á þann möguleika að fá Vegagerðina til að vinna að verkinu með áhaldahúsi Vesturbyggðar. Heimastjórn Tálknafjarðar felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna að framgangi verksins.

Samþykkt samhljóða.




23. júlí 2024 – Bæjarráð

Lögð fyrir bókun frá 1. fundi heimastjórnar Tálknafjarðar þar sem bent er á ýmis viðhaldsverkefni sem brýnt er að fara í.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.

Unnið er að þeim viðhaldsverkefnum sem rúmast innan núverandi fjárhagsáætlunar, að öðru leiti er málinu vísað áfram til vinnslu fjárhagsáætlunargerðar 2025-2028.