Hoppa yfir valmynd

Dalbraut 39. Breyting á aðalskipulagi.

Málsnúmer 2406169

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

28. ágúst 2024 – Skipulags- og framkvæmdaráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Meðfylgjandi er breytingaruppdráttur og gátlisti um óverulega breytingu. Breyting er gerð á þéttbýlisuppdrætti Bíldudals þar sem lóð Dalbrautar 39 er breytt úr íbúðarbyggð í svæði fyrir verslun og þjónustu. Breytingin var grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum með athugasemdafrest til 20. ágúst 2024, gerðar voru athugasemdir varðandi fjölda bílastæða fyrir gistiheimilið.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2019-2035 til samræmis við erindið. Fyrir útgáfu rekstrarleyfis fyrir gistingu þarf fjöldi bílastæða að vera í samræmi við gistiherbergi hússins, þ.e. bílastæði pr útleigueiningu.

Að mati skipulags- og framkvæmdaráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.




26. júlí 2024 – Skipulags- og framkvæmdaráð

Fyrir liggur erindi frá Emil M. Magnússyni dagsett 27. júní 2024 þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar. Breytingin sem óskað er eftir felur í sér breyttri landnotkun á lóðinni að Dalbraut 39 á Bíldudal.

Í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 er húsið á skipulögðu íbúðarsvæði og er óskað eftir að lóðin verði skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði. Ósk um breytingu er í tengslum við áform umsækjenda um umsókn um rekstrarleyfi fyrir gistiheimili.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar þar sem gerð verði breyting á aðalskipulaginu þar sem skilgreiningu verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði fyrir lóðina að Dalbraut 39. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að breytingin sé þess eðlis að hún geti talist óveruleg og málsmeðferð verði því skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og framkvæmdaráð hefur áhyggjur af fjölda bílastæða við húsið, Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir umsögnum frá lóðarhöfum Dalbrautar 34, 35, 42 og Sælundi 1.




21. ágúst 2024 – Bæjarstjórn

Fyrir liggur erindi frá Emil M. Magnússyni dagsett 27. júní 2024 þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar. Breytingin sem óskað er eftir felur í sér breyttri landnotkun á lóðinni að Dalbraut 39 á Bíldudal. Í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 er húsið á skipulögðu íbúðarsvæði og er óskað eftir að lóðin verði skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði. Ósk um breytingu er í tengslum við áform umsækjenda um umsókn um rekstrarleyfi fyrir gistiheimili.

Skipulags- og framkvæmdaráð tók málið fyrir á 2. fundi sínum þar sem það leggur til við bæjarstjórn að farið verði í breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar þar sem gerð verði breyting á aðalskipulaginu þar sem skilgreiningu verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði fyrir lóðina að Dalbraut 39. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að breytingin sé þess eðlis að hún geti talist óveruleg og málsmeðferð verði því skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og framkvæmdaráð hefur áhyggjur af fjölda bílastæða við húsið, Skipulags- og framkvæmdaráð fól skipulagsfulltrúa að kalla eftir umsögnum frá lóðarhöfum Dalbrautar 34, 35, 42 og Sælundi 1.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir að farið verði í breytingu á aðalskipulag i Vesturbyggðar í samræmi við bókun skipulags- og framkvæmdaráðs þar sem gerð verði breyting á aðalskipulaginu þar sem skilgreiningu verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði fyrir lóðina að Dalbraut 39.




18. september 2024 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Meðfylgjandi er breytingaruppdráttur og gátlisti um óverulega breytingu. Breyting er gerð á þéttbýlisuppdrætti Bíldudals þar sem lóð Dalbrautar 39 er breytt úr íbúðarbyggð í svæði fyrir verslun og þjónustu. Breytingin var grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum með athugasemdafrest til 20. ágúst 2024, gerðar voru athugasemdir varðandi fjölda bílastæða fyrir gistiheimilið.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við bæjarstjórn á 3. fundi sínum að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2019-2035 til samræmis við erindið. Fyrir útgáfu rekstrarleyfis fyrir gistingu þarf fjöldi bílastæða að vera í samræmi við gistiherbergi hússins, þ.e. bílastæði pr útleigueiningu.

Að mati skipulags- og framkvæmdaráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir að farið verði í breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar í samræmi við bókun skipulags- og framkvæmdaráðs þar sem gerð verði breyting á aðalskipulaginu þar sem skilgreiningu verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði fyrir lóðina að Dalbraut 39.