Hoppa yfir valmynd

Nafn á sameinað sveitarfélag

Málsnúmer 2405085

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. maí 2024 – Bæjarstjórn

Lögð fram umsögn örnefnanefndar um þær tillögur sem bárust um nafn á sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

Lagt er til að unnin verði skoðanankönnun meðal íbúa um nafn á nýtt sveitarfélag þar sem kosið verði á milli nafnanna

Barðsbyggð
Kópsbyggð
Látrabyggð
Suðurfjarðabyggð
Tálknabyggð
Vesturbyggð

En það eru sex af þeim sjö nöfnum sem örnefnanefnd mælti með.

Ákveðið var að undanskilja nafnið Látrabjargsbyggð.

Könnunin mun fara fram í gegnum vefinn betraisland.is, niðurstöðurnar verða notaðar til hliðsjónar við ákvörðun bæjarstjórnar um nafn á Sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða




19. júní 2024 – Bæjarstjórn

Lagðar fyrir niðurstöður könnunar meðal íbúa um nafn á Sameinað sveitarfélag. Á 1. fundi bæjarstjórnar var ákveðið að unnin yrði skoðanankönnun meðal íbúa um nafn á nýtt sveitarfélag þar sem kosið yrði á milli nafnanna:

Barðsbyggð
Kópsbyggð
Látrabyggð
Suðurfjarðabyggð
Tálknabyggð
Vesturbyggð

Könnunin fór fram í gegnum vefinn betraisland.is

347 manns greiddu atkvæði í könnuninni og eru niðurstöður þannig að 90,5% völdu nafnið Vesturbyggð. Það nafn sem fékk næstflest atkvæði var nafnið Suðurfjarðabyggð sem fékk 5,5% atkvæða.

Lagt er til að nafn Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar verði Vesturbyggð.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt með sex atkvæðum, Jóhann Örn Hreiðarsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.