Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði - Óveruleg breyting.

Málsnúmer 2404017

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

28. ágúst 2024 – Skipulags- og framkvæmdaráð

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Breytingin var grenndarkynnt frá 25. apríl til 21. maí 2023. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar sem gerði engar athugasemdir. Fyrir liggur einnig samþykki nærliggjandi lóðarhafa.

Skipulags- og framkvæmdaráðð leggur til við heimastjórn Patreksfjarðar að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




17. apríl 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði, dags. 11. apríl 2024. Tillagan felur í sér að sameiningu lóða við Bjarkargötu 10 og 12 í eina lóð. Á lóðinni verður heimilt að reisa eitt hús að hámarki 322 m2 með hámarkshæð 5,9 m. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulaginu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Urðargötu 15, 17, 19 og 21, Bjarkargötu 7, 8, 11.




24. apríl 2024 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði, dags. 11. apríl 2024. Tillagan felur í sér að sameiningu lóða við Bjarkargötu 10 og 12 í eina lóð. Á lóðinni verður heimilt að reisa eitt hús að hámarki 322 m2 með hámarkshæð 5,9 m. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulaginu.

Á 117. fundi skipulags- og umhverfisráðs lagði ráðið til við bæjarstjórn að tillagan fengi málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið lagði til að grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Urðargötu 15, 17, 19 og 21, Bjarkargötu 7, 8, 11.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir víkur af fundi undir dagskrárliðunum.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal breytinguna fyrir Urðargötu 15, 17, 19 og 21, Bjarkargötu 7, 8, 11.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir kemur aftur inná fundinn.




4. september 2024 – Heimastjórn Patreksfjarðar

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Breytingin var grenndarkynnt frá 25. apríl til 21. maí 2023. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar sem gerði engar athugasemdir. Fyrir liggur einnig samþykki nærliggjandi lóðarhafa.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Patreksfjarðar á 3. fundi sínum að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið. Heimastjórn Patreksfjarðar samþykkir grenndarkynninguna og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.