Hoppa yfir valmynd

Dýrfiskur / Fjarðarlax allt að 16. tonna framl. á laxi og regbogasilungi í Patreksfirði og Tálknafirði.

Málsnúmer 1407023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. júlí 2014 – Bæjarráð

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Skipulagsstofnun dags. 27. júní sl. með beiðni um umsögn um matsáætlun við framleiðslu á allt að 16.000 tonnum á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við matsáætlunina, en gerir fyrirvara um að fyrirhugaðar framkvæmdir standist umhverfismat.
Bæjarráð bendir á að samhliða þessari umfangsmiklu uppbyggingu atvinnurekstrar á sunnanverðum Vestfjörðum er nauðsynlegt að ríkisvaldið flýti framkvæmdum við endurbætur og uppbyggingu vegakerfisins.