Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #707

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 15. júlí 2014 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarráð - 706

    Lögð fram til kynningar fundargerð 706. fundar bæjarráðs frá 27. júní sl.

      Málsnúmer 1406008F 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Náttúrustofa Vestfjarða 89. fundur 22.05.2014

      Lögð fram til kynningar fundargerð 89. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 22. maí sl.

        Málsnúmer 1407022

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. SÍS 817. fundargerð frá 27. júní 2014

        Lögð fram til kynningar fundargerð 817. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 27. júní sl.

          Málsnúmer 1407016

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Almenn erindi

          4. Dýrfiskur / Fjarðarlax allt að 16. tonna framl. á laxi og regbogasilungi í Patreksfirði og Tálknafirði.

          Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Skipulagsstofnun dags. 27. júní sl. með beiðni um umsögn um matsáætlun við framleiðslu á allt að 16.000 tonnum á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði.
          Bæjarráð gerir ekki athugasemd við matsáætlunina, en gerir fyrirvara um að fyrirhugaðar framkvæmdir standist umhverfismat.
          Bæjarráð bendir á að samhliða þessari umfangsmiklu uppbyggingu atvinnurekstrar á sunnanverðum Vestfjörðum er nauðsynlegt að ríkisvaldið flýti framkvæmdum við endurbætur og uppbyggingu vegakerfisins.

            Málsnúmer 1407023

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Innanríkisráðuneytið viðauki við fjárhagsáætlun

            Lagt fram dreifibréf til sveitarfélaga ásamt fylgiskjölum frá innanríkisráðuneytinu dags. 18. júní sl. varðandi viðauka við fjárhagsáætlanir.
            Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1407004

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Ráðgjöf í aðgengis- og öryggismálum almennings

              Lagt fram bréf frá NormRáðgjöf ehf dags. 19. júní sl. þar sem boðin er ráðgjöf til sveitarfélaga við endurmat á ýmiss konar aðgengis- og öryggismálum almennings.
              Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1407009

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. SÍS boð á XXVlll landsþing sambandsins 24.-26. september nk á Akureyri.

                Lagt fram dreifibréf til sveitarfélaga frá Sambandi ísl. sveitarfélag dags. 4. júlí sl. þar sem boðað er til XXVIII. landsþings sambandsins á Akureyri daga 24. til 26. september nk.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1407028

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Tálknafjör beiðni um styrk

                  Lagt fram bréf frá Tálknafjöri ódags. þar sem óskað er eftir styrk fyrir bæjarhátíð Tálknafjarðar.
                  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

                    Málsnúmer 1407001

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Þjóðskrá fasteignamat 2015

                    Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Þjóðskrá Íslands dags. 13. júní sl. um fasteignamat 2015. Fasteignarmat í Vesturbyggð hækkar um 10% á milli ára og landmat um 7,9%.
                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1406070

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Ferðaþjónusta Vestfj. - Kynningarfundur

                      Lagt fram bréf frá Westfjords Adventures dags. 8. júlí sl. þar sem bæjarstjórn er boðið til kynningarfundar á starfsemi fyrirtækisins og áformum þess.
                      Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur bæjarstjóra að finna heppilegan fundartíma í samráði við Westfjords Adventures.

                        Málsnúmer 1407031 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Fjóðrungss. Vestf - Boð á 59. Fjórðungsþing Vestf.

                        Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 9. júlí sl. með boði á 59. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið verður á Þingeyri dagana 3. og 4. október nk.
                        Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa að sækja þingið og felur skrifstofustjóra að tilkynna þátttöku fulltrúa Vesturbyggðar.

                          Málsnúmer 1407032 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

                          Á fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2014 er framlag til að ráða frístundarfulltrúa í 50% starf til að vinna að stefnumörkun í íþrótta- og æskulýðsmálum í samvinnu við Tálknafjarðarhrepp.
                          Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá bæjarstjóra um stöðu málsins.

                            Málsnúmer 1407034

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            13. Upplýsingagjöf byggingarfulltrúa og forstöðumanns tæknideildar.

                            Til fundar við bæjarráð er mættur Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar. Rætt var um stöðu helstu framkvæmda sem unnið er að hjá sveitarfélaginu.

                              Málsnúmer 1404083 3

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              14. Beiðni um stuðning við Baunagrasið 2014

                              Lagt fram bréf frá "Baunagrasinu á Bíldudal" dags. 10.júlí sl. þar sem er sótt er um styrk fyrir hátíðina sem haldin verður dagana 18.-20. júlí nk.
                              Bæjarráð samþykkir 200.000 kr.

                                Málsnúmer 1407033

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                15. Málefni Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar.

                                Bæjarráð Vesturbyggðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðherra um sameiningu heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum þar sem vilji heimamanna var virtur að vettugi. Samráði, sem lofað var af ráðherra, var í engu sinnt.

                                  Málsnúmer 1009050

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00