Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 1

Málsnúmer 1406009F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. júlí 2014 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 9. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, MJ, HT, ÁS og ÁDF.
5. tölul. Deiliskipulag fóðurstöðvar við Naust í Fossfirði í Vesturbyggð.
Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir fóðurstöð við Naust í Fossfirði, greinargerð og uppdráttur dags. 26. júní 2014.
Búið er að óska eftir undanþágu um fjarlægð mannvirkja frá vegi og sjó og er beðið eftir svörum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda til umsagnaraðila.

6.tölul. Deiliskipulag Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði.
Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir fóðurstöð á Hlaðseyri í Patreksfirði, greinargerð og uppdráttur dags. 26. júní 2014.
Búið er að óska eftir undanþágu um fjarlægð mannvirkja frá vegi og sjó og er beðið eftir svörum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda til umsagnaraðila.

7.tölul. Deiliskipulag frístundabyggðar í Vesturbotni.
Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Vesturbotn í Patreksfirði, greinargerð og uppdráttur dags. 26. júní 2014.
Bæjarstjórn samþykkir að frestar afgreiðslu deiliskipulagsins.