Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #274

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. júlí 2014 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 274. fundar miðvikudaginn 9. júlí 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir séu við fundarboðun. Svo var ekki.

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 273

    Til máls tóku: ÁS, bæjarstjóri og forseti.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1406006F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fundargerðir til staðfestingar

      2. Bæjarráð - 706

      Fundargerðin er í 19. töluliðum.
      Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, ÁS, MJ og ÁDF.
      13. tölul.: Bókun bæjarstjórnar vegna Vestfjarðavegar 60.
      ”Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, að hann leggi fram að nýju frumvarp til laga um uppbyggingu á Vestfjarðavegi nr. 60 sem flutt var upphaflega á 139. löggjafarþingi, 2010-2011. Samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum þolir ekki frekari tafir á vegaframkvæmdum.“
      Bókunin samþykkt samhjóða.
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1406008F 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Skipulags og umhverfisráð - 1

        Fundargerðin er í 9. töluliðum.
        Til máls tóku: Forseti, MJ, HT, ÁS og ÁDF.
        5. tölul. Deiliskipulag fóðurstöðvar við Naust í Fossfirði í Vesturbyggð.
        Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir fóðurstöð við Naust í Fossfirði, greinargerð og uppdráttur dags. 26. júní 2014.
        Búið er að óska eftir undanþágu um fjarlægð mannvirkja frá vegi og sjó og er beðið eftir svörum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
        Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda til umsagnaraðila.

        6.tölul. Deiliskipulag Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði.
        Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir fóðurstöð á Hlaðseyri í Patreksfirði, greinargerð og uppdráttur dags. 26. júní 2014.
        Búið er að óska eftir undanþágu um fjarlægð mannvirkja frá vegi og sjó og er beðið eftir svörum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

        Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda til umsagnaraðila.

        7.tölul. Deiliskipulag frístundabyggðar í Vesturbotni.
        Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Vesturbotn í Patreksfirði, greinargerð og uppdráttur dags. 26. júní 2014.
        Bæjarstjórn samþykkir að frestar afgreiðslu deiliskipulagsins.

          Málsnúmer 1406009F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Fræðslu og æskulýðsráð - 101

          Fundargerðin er í 7. töluliðum.
          Til máls tóku: Forseti, ÁS, bæjarstjóri, GÆÁ, ÁDF og HT.
          3.tölul. Forseti lokaði fundinum á meðan umræður fóru fram undir þessum tölulið dagskrár. Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu málsins.
          Samþykkt samhljóða.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1407001F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Almenn erindi

            5. Sumarfrí bæjarstjórnar 2014

            Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:
            ”Í samræmi við 3. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggðar samþykkir bæjarstjórn að fella niður reglulega fundi bæjarstjórnar frá 10. júlí til og með 19. ágúst n.k. og veitir bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á þessu tímabili.”
            Til máls tók: Forseti.
            Tillagan samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1407017

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00