Hoppa yfir valmynd

Grenjavinnsla 2014

Málsnúmer 1404030

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. apríl 2014 – Landbúnaðarnefnd

Rætt um grenjavinnslu 2014. Landbúnaðarnefnd mun leggja fram áætlun til þriggja ára um hvernig lágmarka megi það tjón til lengri tíma sem refurinn er talinn valda á landsvæði sveitarfélagsins.
Bæjarstjóra falið að auglýsa eftir grenjaskyttum til þriggja ára fyrir Vesturbyggð og gera drög að áætlun um grenjavinnslu og samningum við veiðimenn. Umsóknarfrestur verður til 1. maí.
Landbúnaðarnefnd hvetur Fjórðungssamband Vestfirðinga til að samræma reglur um grenjavinnslu í fjórðungnum. Óeðlilegt er að sum sveitarfélög stundi ekki grenjavinnslu og færa þannig ábyrgðina á nágrannasveitarfélögin.