Hoppa yfir valmynd

Leikskólagjöld

Málsnúmer 1403062

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. mars 2014 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna aflsáttarkjara til námsmanna með börn á leikskólum. Ákvörðun frestað til næsta fundar.

Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir eftirfarandi reglur:
Námsmenn fá 25% afslátt af vistunargjaldi. Skilyrðin fyrir afsláttarkjörunum eru þau að foreldar séu skráðir í sambúð og uppfylli eftirfarandi skilyrði:
? Séu í háskólanámi og skráð í að lágmarki 22 ECTS einingar á önn. Taka þarf fram á vottorði frá skóla að um fullt nám sé að ræða;
? Séu í framhaldsskóla og skráð í fullt nám að lágmarki 15 einingar á önn. Skila skal skólavottorði fyrirfram fyrir hverja önn þar sem fram koma upplýsingar um einingafjölda og staðfesting á því að um fullt nám sé að ræða.
? Sé nám sem tekið er gilt er það sama og nám sem lánshæft er hjá LÍN.
Eignist hjón eða sambúðarfólk, sem notið hafa námsmannaafsláttar, barn, geta þau sótt um að fá námsmannaafslátt á meðan fæðingarorlof stendur, þó að hámarki í níu mánuði þrátt fyrir að annað foreldrið uppfylli ekki framangreind skilyrði um lágmarksfjölda eininga á önn enda fylgi umsókn staðfesting frá fæðingarorlofssjóði um að það foreldri sem ekki uppfyllir skilyrði námsmannaafsláttar sé í fæðingarorlofi. Afsláttur reiknast frá þeim degi sem skólavottorðum er skilað til leikskólastjóra leikskóla barnsins.