Hoppa yfir valmynd

Gjaldtaka á ferðamannastöðum

Málsnúmer 1307041

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. júlí 2013 – Bæjarráð

Lögð fram eftirfarandi bókun:
Bæjarráð Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld til að hrinda í framkvæmd gjaldtöku á fjölsóttum ferðamannastöðum. Með vaxandi fjölda ferðamanna verður mikilvægara að stýra umferð ferðamanna og byggja upp fjölsótta ferðamannastaði með þeim hætti að ekki verði óbætanlegt tjón á umhverfinu vegna átroðnings gesta, en ekki síður til að koma í veg fyrir að slys verði vegna aðstöðuleysis og of mikillar umferðar um svæðin. Tímaspursmál er hvenær slíkt gerist miðað við þann gestafjölda sem sækir náttúruperlur landsins heim ár hvert. Gjaldið á að renna til sveitarfélaga eða eftir atvikum landeigenda sem eru þá skuldbundin til að nýta fjármagnið til uppbyggingar og viðhalds aðstöðu, upplýsingagjafar og náttúruverndar á svæðinu.