Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #678

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. júlí 2013 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Þórir Sveinsson sat hluta fundarins.

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarráð - 677

    Lögð fram til kynningar fundargerð bæjarráðs nr. 677.

      Málsnúmer 1306003F 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fundargerðir til kynningar

      2. SÍS fundargerð stjórnar nr.807

      Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr 807.

        Málsnúmer 1307015

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Nave fundargerð ársfundar

        Lögð fram fundargerð ársfundar Náttúrustofu Vestfjarða, NAVE.
        Fram kemur í fundargerðinni að niðurstaða rekstrar NAVE er 4,6 milljónir í jákvæðan rekstrarafgang þegar tekið hefur verið tillit til óreglulegra tekna af sölu fasteignar, 9 milljónir króna. Eigið fé stofnunarinnar er neikvætt um 22,9 milljónir króna.

          Málsnúmer 1307012

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Nave fundargerð stjórnar nr.82

          Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða nr. 82.

            Málsnúmer 1307011

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Almenn erindi

            3. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs

            Kosningar formanns og varaformanns bæjarráðs.
            Ásgeir Sveinsson kosinn formaður og Friðbjörg Matthíasdóttir varaformaður.
            Samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1307021

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. MEÓ fundargerð stjórnar nr.92 og endurskoðuð fjárhagsáætlun 2013

              Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar MEÓ nr. 92 og endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2013. Fram kemur að umtalsverður uppsafnaður rekstrarhalli er á safninu og ljóst að sveitarfélögin þurfa að auka verulega framlag sitt til safnsins á árinu.
              Ákvörðun frestað til samráðsnefndarfundar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
              Ákvörðun um viðbótarframlag vísað til viðauka við fjárhagsáætlun 2013.

                Málsnúmer 1307020

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Pönk á Patró, ósk um styrk

                Lagt fram erindi frá Sjóræningjum ehf. vegna Pönks á Patró sem fram fer 9.-10. ágúst nk þar sem óskar er eftir afnotum af hljóðkerfi sveitarfélagsins meðan á hátíðinni stendur, föstudag og laugardag og leyfis til að halda sundlaugarpartý fyrir börn föstudaginn 9. ágúst með fríum aðgangi fyrir börn.
                Bæjarráð samþykkir erindið.

                  Málsnúmer 1307017

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. RA beiðni um styrk vegna útgáfu bókar um drauga og kynjaverur

                  Lagt fram erindi frá Ragnheiði Arngrímsdóttur þar sem óskað er eftir styrk til útgáfu bókar um drauga og kynjaverur. Erindinu er hafnað.

                    Málsnúmer 1307010

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Innanríkisráðuneytið svarbréf uppbygging laxeldi,uppfylling hafnarsvæðis Bd.

                    Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu þar sem erindi um uppbyggingu á hafnarsvæðinu á Bíldudal samfara vaxnandi laxeldi og fyrirhugaðri sjávarréttaverksmiðju. Ráðuneytið hafnar erindinu á grundvelii hafnalaga en ekki er heimilt að styrkja gerð uppfyllinga annarra en þeirra sem eru nauðsynlegur hluti af viðlegumannvirkjum.

                    Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með innanríkisráðherra og atvinnuvegaráðherra vegna málsins.

                      Málsnúmer 1307013

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Gjaldtaka á ferðamannastöðum

                      Lögð fram eftirfarandi bókun:
                      Bæjarráð Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld til að hrinda í framkvæmd gjaldtöku á fjölsóttum ferðamannastöðum. Með vaxandi fjölda ferðamanna verður mikilvægara að stýra umferð ferðamanna og byggja upp fjölsótta ferðamannastaði með þeim hætti að ekki verði óbætanlegt tjón á umhverfinu vegna átroðnings gesta, en ekki síður til að koma í veg fyrir að slys verði vegna aðstöðuleysis og of mikillar umferðar um svæðin. Tímaspursmál er hvenær slíkt gerist miðað við þann gestafjölda sem sækir náttúruperlur landsins heim ár hvert. Gjaldið á að renna til sveitarfélaga eða eftir atvikum landeigenda sem eru þá skuldbundin til að nýta fjármagnið til uppbyggingar og viðhalds aðstöðu, upplýsingagjafar og náttúruverndar á svæðinu.

                        Málsnúmer 1307041

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Raforkuöryggi á Vestfjörðum

                        Lögð fram eftirfarandi bókun:
                        Lögð fram eftirfarandi bókun:
                        Í tilefni af rafmagnsleysi sem varð 6. júlí sl. á Barðaströnd þá vill bæjarráð Vesturbyggðar taka undir bókun frá því í janúar 2013 þar sem skorað er á Orkubú Vestfjarða að tryggja raforkuöryggi og varaafl á Vestfjörðum. Það er ótækt að um mitt sumar fari rafmagn af í 7 klukkutíma vegna bilana á línum á svæðinu. Þetta atvik sannar enn og aftur hversu mikilvægt það er að endurnýja línur á Vestfjörðum, varaafl verði aukið og flutningsöryggi raforku sé tryggt á svæðinu.

                          Málsnúmer 1307040

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Grenjavinnsla

                          Rætt um grenjavinnslu 2010-2013.
                          Máli frestað.

                            Málsnúmer 1307039 3

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Fjallskilanefnd

                            Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir að Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps verði þriggja manna og að fulltrúar Vesturbyggðar verði Guðjón Bjarnason og María Bjarnadóttir.

                              Málsnúmer 1307038 2

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              Til kynningar

                              10. Sumarverkefni

                              Forstöðumaður Tæknideildar, Ármann Halldórsson, kom inn á fundinn.
                              Lagt fram minnisblað vegna sumarverkefna og annarra framkvæmda á vegum sveitarfélagsins sumarið 2013.

                                Málsnúmer 1307022

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                15. Fjárhagsstaða janúar-maí

                                Skrifstofustjóri Þórir Sveinsson kom inn á fundinn.
                                Lögð fram fjárhagsstaða janúar-maí og spá fyrir afkomu ársins.

                                  Málsnúmer 1307042 2

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00