Hoppa yfir valmynd

Fjallskil 2012

Málsnúmer 1205009

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. september 2012 – Landbúnaðarnefnd

Landbúnaðarnefnd Vesturbyggðar og fjallskilanefnd Tálknafjarðarhrepps leggja til við bæjarstjórn Vesturbyggðar og hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps að stofnuð verði sameiginleg fjallskilanefnd Vestur-Barðastrandarsýslu skv Fjallskilasamþykkt Barðastrandar-og Ísafjarðarsýslna skipaðri fimm mönnum; Fulltrúum frá Barðaströnd, Arnarfirði og fyrrum Rauðasandshreppi auk formanna Landbúnaðarnefndar Vesturbyggðar og fjallskilanefnd Tálknafjarðarhrepps.

Fjallskil verða óbreytt frá fyrra ári, hvort sveitarfélag sér um sín fjallskil. Að ári mun fjallskil fara fram skv. nýrri Fjallskilasamþykkt Barðastrandar-og Ísafjarðarsýslna og sendir út fjallskilaseðlar skv samþykktinni.

Fjallskilanefnd Tálknafjarðarhrepps leggur áherslu á að við álagningu fjallskilagjalds á eyðijarðir og fjárlausar jarðir verði landverð notað sem gjaldstofn.