Hoppa yfir valmynd

Fræðslunefnd - 89

Málsnúmer 1205008F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. maí 2012 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 8. töluliðum.
Til máls tóku:  Bæjarstjóri, ÁSG og AJ.
1.tölul.: Bæjarstjórn tekur undir þakkir fræðslunefndar vegna bókagjafar til Héraðsbókasafns Vesturbyggðar, Bíldudal frá Höskuldi Skarphéðinssyni, frv. skipherra Landhelgisgæslunnar.
8.tölul. Bæjarstjórn sendir 9. bekk Patreksskóla innilegar hamingjuóskir vegna 1. verðlauna sem bekkurinn hlaut fyrir skólaverkefni sem var á vegum Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni og ber nafnið Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir, skólaárið 2011-2012. Undirtitill verkefnis 9. bekkjar Patreksskóla var: ”Það er allt í lagi að láta sig dreyma“ og fjallar um hvernig nýta megi gamla Straumneshúsið á Patreksfirði sem félagsmiðstöð fyrir ungt fólk í Vesturbyggð.  Bæjarstjórn sendir jafnframt Grunnskóla Vesturbyggðar og foreldrum hamingjuóskir með árangur 9. bekkjar.
Fundargerðin staðfest samhljóða.