Hoppa yfir valmynd

Landbúnaðarnefnd #21

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 7. mars 2013 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásgeir Sveinsson

    Almenn erindi

    1. Fjallskil

    Ræddar tillögur að nöfnum til að starfa í fyrirhugaðri fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar. Formanni falið að ræða við tilgreinda aðila sem voru nefndir á fundinum.

      Málsnúmer 1308008

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Uppgjör grenjavinnslu 2012

      Skýrsla um uppgjör ráðinna veiðimanna fyrir síðastliðið ár lögð fram.

        Málsnúmer 1308009

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Grenjavinnsla 2013

        Ásthildur Sturludóttir mætir á fundinn undir þessum lið.

        Refaveiðar í sátt.

        Stjórnvöld hafa ákveðið að árið 2013 verði lagðar 30 milljónir króna til refaveiða. Í kjölfar efnahagshrunsins voru slíkar greiðslur úr ríkissjóði felldar niður, en nú liggur fyrir ákvörðun Alþingis um að fjármunir verði lagðir til málefnisins að nýju. Ráðstöfun fjársins er í höndum Umhverfisstofnunar sem gerir samninga við sveitarfélög til þriggja ára í senn um endurbætur vegna refaveiða. Þessir samningar byggja á áætlun sveitarfélaganna um framkvæmd veiðanna.
        Bæjarstjóra falið að kanna þetta mál.
        Frestað til næsta fundar.

          Málsnúmer 1308010 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Ónýtar girðingar

          Töluvert hefur borið á því undanfarin ár að sauðfé komi með girðingarbúta í ullinni þegar það kemur úr sumarhögum. Gaddavír er þar aðalvandamálið og er hann stórhættulegur fyrir búfénað. Sauðfé kemur með sundurskorin júgur af fjalli og einnig hafa bændur þurft að aflífa kindur að sumri til sem finnast fastar í gaddavírsflækjum.

          Landbúnaðarnefnd beinir því til Skipulags- og byggingarnefndar að beita sér í þessum málum fyrir sumarið.

          http://www.althingi.is/lagas/137/2001135.html

          8. gr. Nú eru lagðar girðingar á vegum ríkisstofnana, án framlags frá ábúendum eða eigendum viðkomandi jarða, og einstaklingum eða sveitarfélögum er gefinn kostur á því að eignast þær. Þá gilda sömu reglur um greiðslu á viðhaldi, eftir því sem við á, og um aðrar þær girðingar er lög þessi mæla fyrir um, en haldast skulu sérákvæði annarra laga um slíkar girðingar.
          Nú er ekki þörf á slíkri girðingu og enginn gefur kost á að halda henni við og er þá ríkinu skylt að láta taka hana upp. Hafi þessi skylda verið vanrækt í eitt ár eða lengur, eftir að lög þessi öðlast gildi, er viðkomandi sveitar- eða upprekstrarfélagi/félögum heimilt að láta taka girðinguna upp á kostnað ríkisins.

          12. gr. Þegar lögð er girðing af ábúanda fer um skyldur jarðeiganda við burtför ábúandans eftir sömu reglum og um hús á jörðinni sé að ræða, sbr. 16. gr. ábúðarlaga, nr. 64/1976.
          Öllum umráðamönnum lands er skylt að hreinsa burtu af landi sínu ónothæfar girðingar og girðingarflækjur. Nú vanrækir umráðamaður lands þessi fyrirmæli í eitt ár eftir að lög þessi öðlast gildi og er þá sveitarstjórn skylt að framkvæma verkið á hans kostnað að fengnu mati búnaðarsambands og á sveitarstjórn þá lögveð í jörðinni fyrir greiðslu kostnaðar. Það sama gildir um eyðijarðir.

          13. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum.

            Málsnúmer 1308011

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Landbúnaðarnefnd: Önnur mál

            Engin önnur mál.

              Málsnúmer 1308012

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Skýrsla starfshóps um beitarstjórnun og sjálfbæra nýtingu.

              Til kynningar skýrsla starfshóps um beitarstjórnun og sjálfbæra nýtingu.

                Málsnúmer 1308013

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Úrvinnslugjald á plasti

                Til kynningar upplýsingar um úrvinnslugjald á plasti og fyrirkomulag vegna þess.

                  Málsnúmer 1308014

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00