Hoppa yfir valmynd

Landbúnaðarnefnd #22

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 12. júní 2013 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásgeir Sveinsson formaður landbúnaðarnefndar

    Almenn erindi

    1. Grenjavinnsla 2013

    Landbúnaðarnefnd gerir tillögu um að eftirfarandi atriði verði höfð til hliðsjónar við gerð samnings við grenjaskyttur.Í fyrsta lagi að skil á skottum og upplýsingar um unnin greni berist í síðasta lagi 10 ágúst og þá verði reiknað út hvað hver aðili á inni og borgist það mánaðarmótin ágúst/sept. Engir frestir verði leyfðir og einungis þeir sem hafa skilað upplýsingum og staðið við tilgreindan samning fái greitt.Landbúnaðarnefnd gerir tillögu um það að upphæð fyrir unnin yrðling verði 9000kr í stað 7000kr áður með því fái menn meiri pening fyrir sjálfa grenjavinnsluna en ekki skotin hlaupadýr.Skili grenjavinnslumaður ekki inn upplýsingum og skottum verði ekki samið við hann árið eftir.Að öðru leyti verði samningarnir óbreyttir.

    Eftirtaldir aðilar verði ráðnir til grenjavinnslu á tilgreind svæði. Sigurpáll Hermannsson í gamla barðastrandarhreppi frá Mórudal í Kjálkafjörð,Barði Sveinsson frá Stálfjalli að Mórudal,Jón Bjarnason í Suðurfjarðahreppi,Víðir Hólm Guðbjartsson í Ketildalahrepp,Gísli Einar Sverrisson í Patreksfirði frá Tálkna að Skápadalsgljúfrum,Keran St.Ólason í gamla Rauðasandshreppi frá Skápadalsgljúfrum.
    Bæjarstjóri gengur frá samningum í samráði við formann landbúnaðarnefndar sem fyrst.

    Bókun.
    Landbúnaðarnefnd hafa borist ábendingar um að ekki hafi verið staðið rétt að uppgjöri við grenjaskyttur árin 2011 og 2012 af hálfu Vesturbyggðar og vísar því hér til bæjarráðs að fara yfir uppgjörsmál og kanna hvort rétt hafi verið staðið að málum.

      Málsnúmer 1306042

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar

      Landbúnaðarnefnd gerir tillögu um að Guðjón Bjarnason frá Hænuvík og María Friðgerður Bjarnadóttir frá Grænuhlíð verði fulltrúar Vesturbyggðar í sameiginlegri nefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar um fjallskil á svæðinu. Bæjarstjóri Vesturbyggðar boði til fyrsta fundar. Landbúnaðarnefnd óskar eftir því að fyrri samþykkt á 20.fundi landbúnaðarnefndar um að nefndi verði skipuð 5 mönnum og formaður nefndarinnar skuli vera formaður landbúnaðarnefndar Vesturbyggðar verði endurskoðuð og breytt. Nefndin óttast árekstra því ef komi upp einhver mál í fjallskilanefnd þá verði þeim vísað til landbúnaðarnefndar og er því ótækt að sami aðili sé formaður beggja nefnda.

        Málsnúmer 1306043

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Önnur mál á 22. fundi

        1.Nefndin óskar eftir að kannað verði hvort ákvæði 3.gr. búfjársamþykktar Vesturbyggðar hafi verið fylgt eftir. Það er að bændur utan lögbýla sækji um leyfi til búfjárhalds.

        2.Nefndin ítrekar eftir því að sett verði upp fleiri skilti um að lausaganga hunda sé bönnuð. Einnig óskar nefndin eftir því að sett verði upp skilti á völdum stöðum um lausagöngu búfjár við þjóðveginn og setji byggingafulltrúi sig í samband við Vegagerðina um uppsetninguna.

        3.Minnir á lið 4. í síðustu fundargerð fundar númer 21 um girðingarmál verði framfylgt.

        fleira ekki gert og fundi slitið kl 18.52

          Málsnúmer 1306044

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00