Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Patreksfjarðar #1

Fundur haldinn í ráðhúsi Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, 3. júlí 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Sigurjón Páll Hauksson (SPH) varamaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) formaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
Starfsmenn
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Gunnar Sean Eggertsson boðaði forföll og Sigurjón Páll Hauksson fyrsti varamaður sat fundinn í hans stað.

Almenn erindi

1. Tímasetning funda heimastjórna

Ákvörðun um tímasetningu funda heimastjórna

Formaður bar upp tillögu að fundartíma að fundir hefjist kl. 16.00 fyrsta miðvikudag í mánuði.

Samþykkt samhljóða.

    Málsnúmer 2406156 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Umsókn um leyfi fyrir auglýsingaskiltum - Patreksfjörður

    Erindi vísað til heimastjórnar Patreksfjarðar frá 1. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs. Erindi frá S&S veitingum ehf, dags. 12. júní. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að setja niður auglýsingaskilti fyrir Skútann - kaffi bar annarsvegar við gatnamót Aðalstrætis og Strandgötu/Þórsgötu og hinsvegar neðan við Strandgötu við þvottaplan og ofan við Strandgötu við Mikladalsá.

    Skipulags- og framkvæmdaráð bókaði eftirfarandi:
    Í ljósi umbeðinni staðsetninga leggur Skipulags- og framkvæmdaráð til við heimastjórn Patreksfjarðar að erindinu verði hafnað og að bent verði á upplýsingasvæði innan við Kirkjugarð fyrir skiltið að höfðu samráði við Vegagerðina. Umbeðnar staðsetningar gætu komið til með að trufla umferðaröryggi.

    Heimastjórn Patreksfjarðar hafnar erindinu um að setja upp skilti á lóðum sveitarfélagsins, þar sem staðsetningarnar kunna að hafa áhrif á umferð gangandi vegfarenda og umferðaröryggi.

    Heimastjórn Patreksfjarðar leggur til við bæjarráð að unnar verði reglur fyrir þéttbýli í Vesturbyggð um uppsetningu auglýsingaskilta, staðsetningar þeirra, stærð og útlit.

    Samþykkt samhljóða.

      Málsnúmer 2406154 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Til kynningar

      3. Erindisbréf

      Erindisbréf heimastjórnar Patreksfjarðar

      Erindisbréfið lagt fram til kynningar.

        Málsnúmer 2406027 7

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Samþykktir sameinaðs sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

        Samþykktir sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar lagðar fram til kynningar.

        Samþykktir Vesturbyggðar lagðar fram til kynningar.

          Málsnúmer 2406089 7

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Siðareglur kjörinna fulltrúa

          Siðareglur fyrir Sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar fyrir kjörna fulltrúa lagðar fram til kynningar.

          Siðareglur lagðar fram til kynningar.

            Málsnúmer 2406051 6

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Brunnar Patreksfirði Endurgerð götu

            Lagt fram til kynningar, fundargerð annar verkfundur vegna framkvæmda við endurgerð Brunna, lagnir og gata. Til aðgreiningar eru nýr texti frá verkfund í bláu. Verk er farið af stað og byrjað er að skipta um brunna, fráveitu og vatnslagnir í götu. Byrjað var á rúmlega 1/3 götunnar frá Brunnum 12 að gatnamótum Sigtún. Verktaki reiknar með að húseigendur geti með fáum undantekningum haft aðkomu að bílastæðum sínum fyrstu vikurnar á framkvæmdatíma.

            Lagt fram til kynningar

              Málsnúmer 2406040 9

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Brunnar Patreksfirði Endurgerð götu

              Upplýsingar um framkvæmdir við endurgerð götu, Brunnar Patreksfirði

              Lagt fram til kynningar

                Málsnúmer 2406040 9

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Brunnar Patreksfirði Endurgerð götu

                Upplýsingar um framkvæmdir við endurgerð götu, Brunnar Patreksfirði

                Lagt fram til kynningar

                  Málsnúmer 2406040 9

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:21