Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #757

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 23. febrúar 2016 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Almenn erindi

    1. Útboð 2016: Gatnagerð í Aðalstræti á Patreksfirði

    Lögð fram fundargerð frá 3. febrúar sl. frá opnun tilboða í útboðsverkið "Gatnagerð í Aðalstræti á Patreksfirði." Alls bárust fimm tilboð í verkið. Tilboðsupphæðir eftir yfirferð:
    Allt í Járnum ehf., 195,4 millj.kr.
    BB og synir ehf., 268,7 millj.kr.
    Gámaþjónusta Vestfjarða ehf., 268,8 millj.kr.
    Þotan ehf., 177,4 millj.kr.
    Borgarverk ehf., 186,3 millj.kr.
    Kostnaðaráætlun Verkís hf., 148,5 millj.kr.
    Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðenda Þotuna ehf., Bolungarvík.

      Málsnúmer 1602012

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Skólamál í Vesturbyggð

      Rætt um málefni Birkimelsskóla.
      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu.

        Málsnúmer 1008049

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Friðlýsing æðarvarps

        Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 3. febrúar sl. frá Helgu Bjarnadóttur varðandi friðlýsingu æðarvarps í landi jarðarinnar Litlu-Eyri á Bíldudal. Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
        Bent er á að sveitarfélagið er umsagnaraðili í málinu og tekur bæjarráð undir bókun skipulags- og umhverfisráðs frá 18. fundi ráðsins 18. janúar sl.: "....Einnig beinir ráðið því til sýslumanns skv. 2. gr. reglugerðar nr. 252/1996 að fengnir verði tveir kunnugir menn til að meta hvort æðarvarp sé á öllu því svæði sem sótt er um friðlýsingu á."

          Málsnúmer 1601038 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Mandat lögmannsstofa varðar vatns eignarétt jarðarinnar Kross

          Lagt fram bréf dags. 18. janúar sl. frá Lögmannsstofunni Mandat varðandi hitavatnsréttindi á Krossholti Barðaströnd.
          Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarlögmanns um erindið.

            Málsnúmer 1602016 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. 10.bekkur Bíldudalsskóla styrkbeiðni

            Lagt fram bréf dags. 5. febrúar sl. frá Ómari Sigurðssyni f.h. 10. bekkjar grunnskólans á Bíldudal með beiðni um styrk til að fara í útskriftarferð að vori 2016.
            Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 10.000 kr. á barn.

              Málsnúmer 1602018

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Ferðaþjónusta Vestfjarða styrkumsókn vegna upplýsingamiðstöðvar

              Lagt fram bréf dags. 8. febrúar sl. frá Ferðaþjónustu Vestfjarða ehf. með beiðni um styrk vegna upplýsingamiðstöðvar á Patreksfirði.
              Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu til samræmis við umræður á fundinum.

                Málsnúmer 1602021 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Súslumaðurinn nýtt rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Örlygshöfn umsagnarbeiðni

                Lagt fram tölvubréf ásamt fylgiskjölum dags. 15. febrúar sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Örlygshöfn.
                Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

                  Málsnúmer 1602043 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Umboðsmaður barna vegna niðurskurðar skóla-og frístundasviði Rvíkborgar

                  Lagt fram tölvubréf dags. 4. febrúar sl. frá Umboðmanni barna með áskorun til sveitarfélaga að setja hagsmuni barna í forgang.
                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1602017

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    14. Nýir búfjársamningar við Ríkissjóð Íslands.

                    Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir áhyggjum sínum á áhrifum nýundirritaðra búvörusamninga á jaðarsvæði landsins og óskar eftir að landbúnaðarráðherra, formaður Bændasamtakanna og þingmenn kjördæmisins komi til fundar við bæjarstjórn Vesturbyggðar eins fljótt og verða má.

                      Málsnúmer 1602049

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Til kynningar

                      9. Umhverfis-og samgömngunefnd frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga mál nr.400

                      Lagt fram tölvubréf dags. 27. janúar sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um vatnsveitur (skilgreining og álagning vatnsgjalds), 400. mál.
                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 1602004

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        10. Umhverfis-og samgöngunefnd frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna) mál nr.404

                        Lagt fram tölvubréf dags. 27. janúar sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um fráveitur (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna), 404. mál.
                        Lagt fram til kynningar.

                          Málsnúmer 1602003

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          11. Alþingi nefndarsvið þingsályktun um embætti umboðsmanns aldraðra mál nr.14

                          Lagt fram tölvubréf dags. 5. febrúar sl. frá velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra, 14. mál.
                          Lagt fram til kynningar.

                            Málsnúmer 1602022

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            12. Allsherjarnefnd og menntamálanefnd frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak mál nr.13

                            Lagt fram tölvubréf dags. 29. janúar sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 13. mál.
                            Lagt fram til kynningar.

                              Málsnúmer 1602005

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              13. Umhverfis-og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um notkun gúmíkurls á leik-og íþróttavellimál nr.328

                              Lagt fram tölvubréf dags. 16. febrúar sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmikurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál.
                              Bæjaráð felur tæknideild að gefa yfirlit um hvaða efni eru notuð á lóðir leikskóla og íþróttavelli í sveitarfélaginu.

                                Málsnúmer 1602042 2

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00