Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #703

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 2. maí 2014 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Almenn erindi

    1. Samningur um þjónustu byggingarfulltrúa

    Máli frestað.

      Málsnúmer 1401065 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Breytingar á Heilbrigðisstofnuninni á Patreksfirði (HSP) og samningur um rekstur sveitarfélagsins á HSP.

      Frestað til næsta fundar.

        Málsnúmer 1307073 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        7. Gufupönkhátíð í Vesturbyggð

        Bæjarráð samþykkir 200 þúsund króna styrk í Gufupönkhátíð í Vesturbyggð.

          Málsnúmer 1403082 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          8. Endurskoðun 2014

          Frestað til næsta fundar.

            Málsnúmer 1404035 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            9. Skipulagsstofnun Dýrfiskur framleiðla á regnbogasilungi beiðni um umsögn

            Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á að þrátt fyrir að tillaga að matsáætlun sé í samræmi við stefnuuppdrátt nýtingaráætlunar sveitarfélaganna fyrir strandsvæði Arnarfjarðar frá júní 2013, þá hafa rækjusjómenn í Arnarfirði ekki staðfest þá áætlun og gerðu formlega athugasemd við staðsetningu eldis í Borgarfirði á þeim forsendum að þar séu uppeldisstöðvar og veiðisvæði rækju. Bæjarráð Vesturbyggðar getur þess vegna ekki mælt með þessari staðsetningu þar sem þar sem staðsetningin skarast á við núverandi nýtingu rækjuleyfishafa í Borgarfirði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar um nýtinguna. Bæjarráð hvetur ennfremur til þess að burðarþolsrannsóknum vegna fiskeldis á Vestfjörðum verði hraðað.

              Málsnúmer 1404010 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              10. Félagsmiðstöðin Bíldudal beiðni um styrk

              Lagt fram bréf frá Erlu Rún Jónsdóttur fh. Félagsmiðstöðvarrinnar á Bíldudal þar sem óskað er eftir styrk til reksturs og tækjakaupa. Bæjarráð samþykkti að styrkja Félagsmiðstöðina á Bíldudal í fjárhagsáætlun 2014 og erindið fellur þar undir.

                Málsnúmer 1404061

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                11. Sögufélag Barð ósk um fund söguskráning Vesturbyggðar

                Lagt fram bréf frá Sögufélagi Barðastrandarsýslna vegna söguskráningar Vesturbyggðar. Bæjarráð boðar forsvarsmenn Sögufélagsins á næsta fund bæjarráðs.

                  Málsnúmer 1404042 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  13. Samorka boð um aðild

                  Lagt fram boð frá Samorku um aðild að félaginu. Bæjarráð Vesturbyggðar þakkar gott boð en hafnar erindinu.

                    Málsnúmer 1404018

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    14. Laun í vinnuskóla

                    Lagt fram minnisblað frá Félagsmálastjóra vegna launa í vinnuskólanum.
                    Bæjarráð samþykkir tillögu 3. skv. minnisblaði Félagsmálastjóra, hækkun á launum um 3,5% frá fyrra ári. Bæjarráð samþykkir að yngsti hópur vinni í 6 vikur og tveir eldri hóparnir starfi í 8 vikur.

                      Málsnúmer 1404041 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      15. Alþingi fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016 mál nr.495 beiðni um umsögn

                      Lagt fram erindi frá Alþingi þar sem óskað er eftir umsögn um fjögurra ára samgönguáætlun, 2013-2016.
                      Bæjarráð Vesturbyggðar leggur áherslu á að framkvæmdum við Vestfjarðaveg 60 í Gufudalssveit verði hraðað og lausn á deilum um vegstæði verði leystar. Bæjarráð fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum við Dýrafjarðargöng og endurnýjun vegs um Dynjandisheiði. Bæjarráð Vesturbyggðar gerir athugasemd við að nýtt vegstæði út á Látrabjarg sé ekki í drögum að Samgönguáætlun en vegurinn þá leið er fjölfarinn af ferðamönnum og er hættulegur vegfarendum. Bæjarráð Vesturbyggðar skorar á Alþingi að bæta við fjármagni til viðhalds vega enda er stór hluti vegakerfis Vestfjarða enn malarvegir sem þurfa mikið viðhald. Bæjarráð ítrekar mikilvægi allra þessara samgönguframkvæmda fyrir samfélagið á Vestfjörðum. Mikil atvinnuuppbygging á sér nú stað á sunnanverðum Vestfjörðum og núverandi vegir þola ekki þá umferð sem um vegina fara í dag, hvað þá umferð sem verður þegar laxeldi verður komið í fulla framleiðslu. Í þessu sambandi er mikilvægi ferjunnar Baldurs ítrekað sem þarfnast endurnýjunar og flugvallarins á Bíldudal sem þarfnast lengingar. Eins er mikilvægt að skoða frekari almenningssamgöngur innan svæðis í tengslum við ferjusiglingar Baldurs og áætlunarflug á Bíldudal.
                      Bæjarráð Vesturbyggðar skorar á Alþingi Íslendinga að leggja frekara fjármagn til samgöngumála enda er of mörgum mikilvægum verkefnum ólokið.

                        Málsnúmer 1404054

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        16. Alþingi ríkisendurskoðandi og ríkisendurskoðun mál nr. 488 beiðni um umsögn

                        Lagt fram til kynningar.

                          Málsnúmer 1404059

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Til kynningar

                          3. Upplýsingagjöf bæjarstjóra og skrifstofustjóra.

                          Frestað til næsta fundar.

                            Málsnúmer 1404086 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            4. Yfirlit yfir skipulagsmál, apríl 2014

                            Lagt fram til kynningar yfirlit yfir skipulagsmál og stöðu þeirra í sveitarfélaginu.

                              Málsnúmer 1404082

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              5. Upplýsingagjöf byggingarfulltrúa og forstöðumanns tæknideildar.

                              Elfar Steinn Karlsson kom inn á fundinn og fór yfir stöðu verkefna og viðhalds.
                              Bæjarráð felur tæknideild að koma með frekari upplýsingar um Strandgötu á Bíldudal og vegna Aðalstrætis á Patreksfirði. Nánari umfjöllun frestað til næsta fundar.

                                Málsnúmer 1404083 3

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                6. Brunavarnir í Vesturbyggð

                                Nánari upplýsingum frestað til næta fundar.

                                  Málsnúmer 1404085 2

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  17. Minjastofnun steinsteyptir ljósastaurar styrkúthlutun

                                  Lagt fram til kynningar bréf frá Minjastofnun þar sem tilkynnt er um styrk til Vesturbyggðar til viðgerða og málunar á steinsteyptum ljósastaurum á Patreksfirði. Bæjarráð fagnar styrknum.

                                    Málsnúmer 1404069

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    18. Umhverfisstofnun fundarboð ársfundur 9.maí 2014

                                    Lagt fram til kynningar boð á ársfund Umhverfisstofnunar 9. maí 2014.

                                      Málsnúmer 1404064

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      19. NAFE fundargerð stjórnar nr. 88

                                      Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar NAVE. Þórir Sveinsson upplýsti fundarmenn um stöðu stofnunarinnar.

                                        Málsnúmer 1404014

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        20. Jöfnunarsjóður framlög 2014

                                        Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði vegna framlaga til sveitarfélaga fyrir árið 2014.

                                          Málsnúmer 1404036

                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                          21. Innanríkisráðuneytið samþykkt um stjórn Vesturbyggðar staðfest

                                          Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneyti þar sem samþykktir um stjórn Vesturbyggðar eru staðfestar.

                                            Málsnúmer 1404026

                                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                            22. Brattahlíð námskeið skyndihjálp og björgun

                                            Lagt fram til kynningar bréf frá Magnúsi Ólafs Hanssyni þar sem hann staðfestir þekkingu starfsfólks Bröttuhlíðar á skyndihjálp og björgun eftir námskeið sem hann hélt fyrir starfsfólk.

                                              Málsnúmer 1404005

                                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                              Fundargerðir til staðfestingar

                                              12. Bæjarráð - 702

                                              Lögð fram til kynningar fundargerð bæjarráðs nr. 702.

                                                Málsnúmer 1404001F 2

                                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00