Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #677

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 18. júní 2013 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarráð - 676

    676. fundargerð bæjarráðs Vesturbyggðar lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1305004F 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Breiðafjarðarnefnd fundargerð stjórnar nr.132

      132. fundargerð Breiðafjarðarnefndar lögð fram til kynningar.

        Málsnúmer 1306047

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. SÍS fundargerð stjórnar nr.806

        806. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

          Málsnúmer 1306018

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. NAVE fundargerð stjórnar nr.81

          81. fundargerð Náttúrustofu Vestfjarða lögð fram til kynningar.

            Málsnúmer 1305047

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Almenn erindi

            5. Brunabót styrktarsjóður 2013

            Bæjarráð óskar eftir því að AtVest sæki um til EBÍ fyrir hönd Vesturbyggðar styrk til að efla samstarf milli byggðakjarna í íþrótta- og æskulýðsstarfi í sveitarfélaginu.

              Málsnúmer 1306056

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. SÍS námsferð sveitarstjórarmanna til Skotlands 3.-5. sept. nk.

              Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1306050

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Vegna lóðamála á Bíldudal

                Friðbjörg Matthíasdóttir víkur af fundi vegna tengsla.
                Lagt fram bréf frá Michael Ryan fyrir hönd Íslenska Kalkþörungafélagsins.
                Bæjarráð Vesturbyggðar óskar eftir að byggingafulltrúi Vesturbyggðar vinni úr þeim hugmyndum sem koma fram í bréfinu.

                  Málsnúmer 1306041

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Sala á neðri hæð að Urðargötu 23 tilboð

                  Friðbjörg Matthíasdóttir kemur aftur inn á fundinn.
                  Lagt fram erindi frá Dómhildi Eiríksdóttur þar sem hún óskar eftir að nýta forkaupsrétt vegna sölu á Urðargötu 23 n.h.
                  Skrifstofustjóra falið að skoða málið í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

                    Málsnúmer 1306029 4

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Sýslumaðurinn beiðni um umsögn rekstrarleyfi Sæferðir vegna Flakkarinn

                    Lagt fram bréf Sýslumanninum á Patreksfirði þar sem hann óskar umsagnar Bæjarráðs Vesturbyggðar vegna umsóknar Sæferða ehf. um rekstrarleyfi fyrir Flakkarann Brjánslæk, veitingastað í flokki I.
                    Bæjarráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemd vegna útgáfu rekstrarleyfis.

                      Málsnúmer 1306019

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. NAVE ársreikningar -ársskýrsla 2010-2011

                      Friðbjörg Matthíasdóttir víkur af fundi vegna tengsla.
                      Ársreikningar 2010 og 2011 lagðir fram til kynningar en ársreikningarnir verða teknir fyrir á eigendafundi aðildarsveitarfélaga NAVE sem ráðgert er að haldinn verði í lok júní 2013.

                        Málsnúmer 1305048

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Leiga á hlut Vesturbyggðar

                        Friðbjörg Matthíasdóttir kemur aftur inn á fundinn.

                        Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir að gera samning við Magnús og Hafþór Jónssyni fh. landeigenda að Skápadal að þeir fái að leigja veiðiréttindi Vesturbyggðar í Vesturbotnsá tímabundið. Lagt er upp með að gera samning til 2ja ára til reynslu og verður samningurinn endurskoðaður að þeim tíma liðnum. Skrifstofustjóra falið að vinna drög að samningi og leggja fyrir bæjarráð Vesturbyggðar.

                          Málsnúmer 1305034 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Staðsetning vinnsluhúsnæðis fyrir fiskeldi á Bíldudal

                          Friðbjörg Matthíasdóttir víkur af fundi vegna tengsla.

                          Lögð fram skýrsla unnin af Landmótun fyrir Vesturbyggð þar skoðaðar eru mögulegar staðsetningar vinnslustöðvar Arnarlax ehf.
                          Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Arnarlax ehf. til að ræða efni skýrslunnar.

                            Málsnúmer 1306057

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Til kynningar

                            13. Minjastofnun úthlutun styrkja Bd.rafstöð-Vatneyrarbúð_Vb. byggða og húsakönnun

                            Friðbjörg Matthíasdóttir kemur aftur inn á fund.

                            Lögð fram til kynningar niðurstaða úthlutunar styrkja Minjastofnunar Íslands 2013.
                            Vesturbyggð utan þéttbýlis - Byggða- og húsakönnun kr. 1.000.000,-
                            Vatneyrarbúð, Aðalstræti 1, Patreksfirði -endurbætur kr. 500.000,-
                            Rafstöðvarhús, Bíldudal - ytra byrði - endurbætur kr. 600.000,-

                              Málsnúmer 1306055

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              14. SAMFLOT úthlutun á styrk

                              Lagt fram bréf frá mannauðssjóði SAMFLOT vegna úthlutunar úr sjóðnum
                              Bæjarstjóra falið að skila viðeigandi gögnum til sjóðsins.

                                Málsnúmer 1306027

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00