Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #668

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 5. febrúar 2013 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Þórir Sveinsson kom inn á fundinn undir 6. lið.

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarráð - 667

    Lögð fram fundargerð bæjarráðsfundar nr. 667 til kynningar.

      Málsnúmer 1301008F 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Almenn erindi

      2. Siðareglur bæjarstjórnar Vesturbyggðar

      Framhald frá síðasta fundi. Lagðar fram siðareglur bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Samþykktar og vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

        Málsnúmer 1301022 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Athugasemd við vegna samþykktar um hundahald.

        Lögð fram Samþykkt um hundahald í Vesturbyggð með eftirfarandi breytingum á 12. gr.
        "Óheimilt er að láta hunda vera lausa innan marka þéttbýlis og dreifbýlis, nema nytjahunda, þegar þeir eru að störfum eða á æfingu í gæslu eigenda eða umráðamanns. Lausaganga hunda er bönnuð í dreifbýli nema með leyfi landeigenda og skal hundurinn ávallt vera undir eftirliti ábyrgs aðila. Nytjahundar í verkefnum eða æfingum undir stjórn umráðamanns telst ekki laus. Hundaeiganda er ávallt skylt að fjarlægja saur eftir hundinn."

        Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

          Málsnúmer 1210077 6

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Vatneyrarbúð

          Lögð farm uppreiknuð kostnaðaráætlun eftir Elfar Stein Karlsson byggingartæknifræðing, fyrir Vatneyrarbúð á Patreksfirði.

          Bæjarráð samþykkir að kanna samstarf við Minjavernd um áframhaldandi uppbyggingu Vatneyrarbúðar. Bæjarstjóra er falið að óska efitr fundi með forsvarsmönnum Minjaverndar og sækja um styrki til endurbyggingar á húsinu.

            Málsnúmer 1301011 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Atvinnumál á Bíldudal janúar 2013

            Rætt um stöðu atvinnumála á Bíldudal.

            Rætt um atvinnumál á Bíldudal.

              Málsnúmer 1302002

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Fjárhagsupplýsingar

              Fjárhagsgögn verða lögð fram á fundinum.

              Þórir Sveinsson skrifstofustjóri kom inn á fundinn. Lagðar fram fjárhagsupplýsingar fyrir árið 2012.

              Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 77.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2013 að fjárhæð 70 milljónir auk þess að fjármagna fráveitu -og vatnsveituframkvæmdir að fjárhæð 7 milljónir króna, sbr. 3 gr. laga um stofnun opinbers hlutafélgas um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

              Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 100674-3199, er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

              Bæjarráð Vesturbyggðar veitir jafnframt Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra, kt. 100674-3199 hér með heimild til skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 30 milljónir. Heimildin gildir út árið 2013.

                Málsnúmer 1302001

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Breyting á samþykktum NAVE

                Lagðar fram breytingar á samþykktum Nátturstofu Vestfjarða.
                Ákvörðun frestað til næsta fundar.

                  Málsnúmer 1302005 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00