Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #642

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 27. apríl 2012 og hófst hann kl. 08:30

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Til kynningar

    1. SEV ársfundarboð 25.04.2012

    Lagt fram aðalfundarboð Starfsendurhæfingar Vestfjarða sem haldinn var 25. apríl sl.Arnheiður Jónsdóttir sat aðafundinn og upplýsti bæjarráð um starfsemi SEV. 

      Málsnúmer 1204040

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Ls greiddur arður vegna 2011

      Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um arðgreiðslur sjóðsins 475.500.000 kr.  sem nemur 4. Arðgreiðsla Vesturbyggðar er 1,32% og arðgreiða nemur því 6.276.000 kr.  

        Málsnúmer 1204036

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        6. Ársreikningur Vesturbyggðar 2011

        Lagður fram áritaður ársreikningur Vesturbyggðar 2011 af endurskoðanda til kynningar í bæjarráði. Ársreikningi vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.  

          Málsnúmer 1204041 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Almenn erindi

          3. UÞB beiðni um meðmæli vegna stofnun lögbýlis

          Lögð fram beiðni um meðmæli um stofnun lögbýlisins í Mórudal frá Unnari Þór Böðvarssyni. Unnið er nú þegar að deiliskipulagi á Langholti-Krossholtum. Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að senda meðmæli til Landbúnaðarráðuneytis.

            Málsnúmer 1204035

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            4. UÞB beiðni um að sumarhús verði heilsárshús

            Lögð fram til kynningar beiðni Unnars Þórs Böðvarssonar um að sumarhús verði heilsárshús.  

              Málsnúmer 1204034

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              5. RSK útsvarsprósenta vegna álagningu 2012

              Lagt fram bréf frá RSK þar sem óskað er eftir að útsvarsprósenta sveitarfélagsins fyrir árið 2012 verði staðfest. Bæjarráð samþykkir útsvarsprósentu að upphæð: 14.48%.

                Málsnúmer 1204037

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Sjávarútvegsráðuneytið byggðakvóti 2011-2012

                Lagður fram tölvupóstur frá sjávarútvegsráðuneyti þar sem sérreglum vegna byggðakvóta á Patreksfirði sem bæjarstjórn Vesturbyggðar hafði áður samþykkt er hafnað.  Bæjarráð samþykkir óbreyttar reglur frá reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um byggðakvóta á Patreksfirði.

                  Málsnúmer 1110091

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Smiðjan á Bíldudal, útleiga

                  Lögð fram drög að auglýsingu vegna útleigu Smiðjunnar á Bíldudal til sýningarhalds og ferðaþjónustustarfsemi. Bæjarstjóra falið að auglýsa útleigu á smiðjunni.   

                    Málsnúmer 1204054 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Búnaðarsamtök Vesturlands drög að fjallskilareglum fyrir Vestfirði

                    Lögð fram drög að fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar-og Ísafjarðarsýslur. Bæjarráð samþykkir framkomin drög og vísar samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

                      Málsnúmer 1104077 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00