Hoppa yfir valmynd

Atvinnumálanefnd #84

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. maí 2012 og hófst hann kl. 16:30

    Fundargerð ritaði
    • Bríet Arnardóttir

    Almenn erindi

    1. 9. bekkur Patreksskóla hlaut verðlaun Landsbyggðarvina

    9. bekkur Patreksskóla ásamt kennara sínum Rannveigu Haraldsdóttur kom og kynnti verðlaunaverkefni sitt "Heimabyggðin mín nýsköpun, heilbrigði og forvarnir.  Landsbyggðarvinir verðlaunuðu verkefnið og afhenti Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson þeim verðlaunin.  Atvinnumálanefnd óskar þessu hugmyndaríka unga fólki til hamingju með verkefnið og árangurinn.

      Málsnúmer 1205092

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Atvinnumálastefna, ferðamál

      Ása Dóra Finnbogadóttir forstöðumaður Skrímslasetursins á Bíldudal og formaður Ferðamálafélags V-Barð mætti á fundinn kynnti sína sýn á ferðamálahluta Atvinnumálastefnunnar og almennt hvernig hún sér fyrir sér ferðamál á svæðinu.Fundarmenn sammála um að bæta þurfi kynningu fyrir sunnanverða Vestfirði og vekja athygli á ferðaþjónustu á svæðinu. Atvinnumálanefnd Vesturbyggðar hvetur bæjarstjórn til að skoða hvort hægt sé að verja þeim fjármunum sem nú þegar fara til ferðamála fyrir svæðið betur t.d. með starfsmanni með aðsetur á suðursvæði Vestfjarða sbr. Atvinnumálastefnu V-Barð.Atvinnumálanefnd Vesturbyggðar telur að hægt sé að bæta leiðsögu um svæðið t.d. með leiðbeinandi skiltum sem vísa ferðamönnum um svæðið og bendir Ferðamálafélagi V-Barð og Vesturbyggð að hafa samvinnu um að finna tækifærin sem liggja þar liggja.Stefnt að því að yfirfara atvinnumálastefnu V-Barð og hefja þá skipulagsvinnu á fyrsta fundi í haust.Atvinnumálanefnd þakkar Ásu Dóru fyrir að koma á fundinn

        Málsnúmer 1205011 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Önnur mál 22. maí

        Rætt um fyrirkomulag og dagskrá næsta fundar.

          Málsnúmer 1205091

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30