Hoppa yfir valmynd

Útivist­ar­reglur barna

Útivist­ar­tími barna og unglinga tekur breyt­ingum 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almanna­færi utan fyrr­greinds tíma nema í fylgd með full­orðnum. Bregða má út af regl­unum fyrir síðar­talda hópinn þegar unglingar eru á heim­leið frá viður­kenndri skóla-, íþrótta- eða æsku­lýðs­sam­komu. Aldur miðast við fæðing­arár. Foreldrum/forráða­mönnum er að sjálf­sögðu heimilt að stytta þennan tíma og setja börnum sínum reglur um styttri útivist­ar­tíma.

Útivist­ar­regl­urnar eru samkvæmt barna­vernd­ar­lögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauð­syn­legur. Svefn­þörfin er einstak­lings­bundin en þó má ætla að börn og unglingar á grunn­skóla­aldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu. Mikil­vægt er að fylgja því eftir að börn og unglingar fái nægan svefn. Í því felst m.a. að ganga úr skugga um að þau séu ekki í símanum eða tölv­unni þegar þau eiga að vera komin í rúmið.


Skrifað: 3. september 2024

útivistarreglur barna