Skóla­stefna Vest­ur­byggðar

Bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar samþykkti að unnin yrði skóla­stefna fyrir sveit­ar­fé­lagð. Skóla­stefnan nær yfir leik­skóla, grunn­skóla og tónlist­ar­skóla og er unnin skv. lögum um leik- og grunn­skóla. Ingvar Sigur­geirsson, prófessor við Háskóla Íslands, tók að sér að stýra verkinu og hélt hann fundi með starfs­fólki skól­anna, nemendum og foreldrum og sveit­ar­stjórn­ar­fólki til að undirbúa stefnu­mót­unina. Samhliða starfaði verk­efn­is­stjórn en fræðslu­nefnd gegndi því hlut­verki.

Markmið sveit­ar­fé­lagsins er að starf­rækja skóla í byggð­inni sem standast ítrustu gæða­kröfur þar sem allir leggjast á eitt um að stuðla að fjöl­breyttu, skap­andi og metn­að­ar­fullu skóla­starfi og sem bestum árangri. Vellíðan barna og starfs­fólks skal vera í fyrir­rúmi. Áhersla er lögð á framúrsk­ar­andi starfs­að­stæður, kurt­eisi, gagn­kvæma virð­ingu, jafn­rétti og mann­rétt­indi, samvinnu og lýðræð­is­lega starfs­hætti.

Vaxtahugarfar

Við stefnum í þá átt að efla vaxtar hugarfar og vinna okkur frá fast­mótuðu hugar­fari. Við ræktum hæfi­leika, viljum að nemendur hugsi: Ég get þetta ekki NÚNA, í stað þess að hugsa ég get þetta EKKI. Að nemendur fagni áskor­unum, leiti leiða til að bæta, rann­saki mistök og leiti skýr­inga. Að þeir líti á endur­gjöf sem tæki­færi til að læra en ekki sem neikvæða gagn­rýni. Vaxta­hug­arfar fjallar í stuttu máli um hvernig við hugsum um mögu­leika okkar til að bæta við okkur færni og hæfni í því sem tökum okkur fyrir hendur. Skóla­fólk sem tekur mið af þessari sýn setur sig í þær stell­ingar að allir geti bætt við sig þekk­ingu og færni.

Í stuttu máli snýst þetta um að trúa því að við getum vaxið með því að leggja okkur fram eða við teljum að hæfi­leikar okkar og greind sé meitluð í stein og verði ekki breytt. Sú mynd sem við höfum í huganum getur því ýmist leitt okkur til vaxtar eða komið í veg fyrir að við reynum að bæta árangur okkar.

Kenn­arar í Bíldu­dals­skóla leggja sig fram um að vera meðvit­aðir um sitt eigið hugarfar því hugarfar þeirra hefur áhrif á hugmyndir þeirra um nám og kennslu.

Þeir sem einkennast af hugar­fari vaxtar líta þannig á að með mark­vissri vinnu geti allir bætt árangur sinn, allir geti bætt greind sína og hæfni með því að vinna af þraut­seigju, með góðum stuðn­ingi og aðferðum sem henta. Sá sem einkennist af hugar­fari vaxtar spyr aldrei hvort hægt sé að kenna tilteknum einstak­lingi eða hópi heldur spyr hann hvernig hann geti kennt þeim svo þeir nái árangri.

Fram­koma og athafnir okkar hafa áhrif á hvort nemendur þróa með sér fast­mótað hugarfar eða hugarfar vaxtar


Leiðsagnarnám

Í Aðal­nám­skrá grunn­skóla kemur fram að leggja skuli áherslu á leið­sagn­armat sem byggist á því að nemendur velti reglu­lega fyrir sér námi sínu með kenn­urum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða hvert skal stefna. Leið­sagn­armat þýðir að fylgst er jafnt og þétt með stöðu og fram­förum nemenda og á grund­velli þess tekin ákvörðun um næstu skref. Það er ferli við að afla upplýs­inga um hvar nemandinn er staddur í námi sínu og túlka þær. Leið­sagn­armat þjónar þeim tilgangi að nota niður­stöð­urnar til að gera nauð­syn­legar breyt­ingar á námi og kennslu. Leið­sagn­armat miðar ekki að því að fella dóm um frammi­stöðu, heldur að hjálpa nemanda að bæta sig, með uppbyggj­andi endur­gjöf og leið­sögn.

Fimm grunnstoðir þurfa að vera undir þaki leið­sagn­ar­náms til að fullur árangur náist; náms­menning, skipulag, áhugi, náms­markmið, viðmið og fyrir­myndir, samræður og spurn­ing­tæki og síðast en ekki síst endur­gjöf.

Þessar grunnstoðir leið­sagn­ar­náms eru áherslu­þættir í námi og kennslu Bíldu­dals­skóla.