Náms­mats­stefna

Náms­mats­stefna Vest­ur­byggðar byggir fyrst og fremst á því að varða leið nemenda að einstak­lings­mið­uðum fram­förum með skýrum náms­mark­miðum á fjöl­breyttan hátt. Námsmat á að byggja á stöð­ugri stað­fest­ingu á því að nemandinn sé á réttri leið. Það er yfir­lýstur vilji skólans að hjálpa nemendum að ná mark­miðum sínum, að náms­markmið séu ávallt skýr og viðmið um árangur greinileg og skilj­anleg.  

Það er mikil­vægt fyrir nemendur og foreldra/forsjár­aðila að sem mestur hluti náms­mats fari fram í raun­tíma, þ.e. að um leið og nám á sér stað fái nemendur stað­fest­ingu á því hvort að þeirra skiln­ingur, þekking og færni sé í samræmi við það markmið sem sett var um námið. Námsmat fer fram reglu­lega yfir veturinn og liggur fyrir og er aðgengi­legt nemendum og foreldrum um leið og verk­efnum lýkur og í sumum tilvikum á meðan á þeim stendur. Nemendur taka þátt í að leggja mat á eigin verk­efni, verða sérfræð­ingar í því að bæta sig og að fylgjast með eigin fram­förum. 

Allar ákvarð­anir um nám nemenda byggja á grunn­þáttum mennt­unar og frekari ákvarð­anir um útfærslu á námi og kennslu byggja á hæfni­við­miðum aðal­nám­skrár. Hæfni­við­miðin marka fram­farir nemenda í þremur þrepum, við lok 4. bekkjar, við lok 7. bekkjar og við lok 10. bekkjar. 1. – 4. bekkur vinnur að hæfni­við­miðum við lok 4. bekkjar í fjögur ár. Sama á við um 5. – 7. bekk og 8. – 10. bekk sem hafa þrjú ár að vinna að hæfni­við­miðum sem í gildi eru við lok grunn­skóla.  10. bekkur vinnur með matsviðmið einkum eftir áramót. Allt mat byggir á skýrum viðmiðum um árangur hverju sinni. Einstak­lings­mið­aðar fram­farir eru skól­anum hjartans mál, mikil­vægt er að námsmat varði persónu­legar fram­farir hvers og eins á skýran máta. Þannig tryggir skólinn snemm­tæka íhlutun þegar hindr­anir í fram­förum koma upp. Einstak­lings­mið­aðar fram­farir byggja á mæli­kvörðum sem varða fram­farir hvers og eins upp alla skóla­gönguna, óháð árgöngum.

Fjölbreytt námsmat

Fjöl­breytni náms­mats felst í því að margar náms­matsað­ferðir eru notaðar. Hér fyrir neðan eru þær náms­matsað­ferðir sem mynda þá náms­mats­heild sem matið í skól­anum byggir á. Leið­sagn­arnám með viðmiðum um árangur er þar lang fyrir­ferða­mest eða um 80% af öllu náms­mati sem unnið er með nemendum. Neðst í stefnu­skjalinu eru skýr­ingar á þeim hugtökum sem notuð eru til að lýsa fjöl­breytni náms­matsins.


Námsmat í Bíldudalsskóla

Leið­sagn­armat byggir á mark­miðum og viðmiðum um árangur sem sett eru af kennara eða í samstarfi kennara og nemenda. Nemandinn og kenn­arinn meta í samein­ingu hvort að verk­efnin sem nemandinn vinnur uppfylli þau viðmið sem sett hafa verið. Leið­sagn­ar­matið fer nánast alltaf fram MEÐ nemand­anum og um leið og námið fer fram. Hvort að viðmið um árangur hafi gengið eftir getur verið metið af nemend­unum sjálfum, með náms­fé­laga, með kennara og foreldrum/forsjár­að­ilum. Leið­sagn­arnám felur í sér ígrundun og samtöl; nemendur eða nemenda­hópar ígrunda hvort viðmið um árangur hafi náðst eða kennari og nemandi í ígrund­un­ar­sam­tali.

Öll verk­efni í Bíldu­dals­skóla byggja á ákvörð­unum um nám sem byggja á Náms­vísi skólans. Verk­efnin eru fjöl­breytt og fela í sér fjöldann allan af sjálfs­mats- og ígrund­un­ar­verk­efnum. Stóru grunn­þátta­þemun fela öll í sér ákveðna niður­stöðu sem nemendur kynna í nemend­a­stýrðu foreldra­við­tali eða á meðal samnem­enda og stundum á stærri viðburðum (ráðstefnum, opnum húsum, árshátíð).

Ferilmappa er verk­efna­safn sem saman­stendur af verk­efnum nemenda sem annars vegar sýna ferli en hins vegar safn verk­efna þar sem sérstök markmið hafa náðst eða verk­efni sem nemendur sjálfir eru sérstak­lega stoltir af. 

  • Ferils­ritun geymir fram­fara­dagbók í ritun en safn ritvinnslu­verk­efna er safnað saman, ýmist í stílabók eða á tölvu­tæku formi eftir því sem við á.
  • Kynn­ingar/afrakstur grunn­þátta­verk­efna og loka­af­urðir nemenda úr þeim.
  • Verk­efni að eigin vali nemenda.

Lotu­viðtal
Eftir hverja lotu gefa umsjón­ar­kenn­arar nemendum tíma til þess að draga saman gögnin sín í feril­möppu eða á einhvern einn stað. Kenn­arinn minnir nemendur á að þetta sé þeirra tæki­færi til þess að safna saman afrekum lotunnar út frá verk­efnum sem unnin hafa verið og leið­beinir nemendum við að búa til kynn­ingu á feril­möpp­unni. Nemendum gefst kostur á að laga verk­efni og bæta inn í ef eitt­hvað vantar. Þá er námsmat lotunnar tekið saman í yfirlit sem foreldrar/forsjár­að­ilar fá í hend­urnar.