Um Vest­ur­byggð

Vest­ur­byggð er sveit­ar­félag á sunn­an­verðum Vest­fjörðum. Núver­andi mynd þess varð til við samein­ingu Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarð­ar­hrepps í maí 2024. Vest­ur­byggð hin fyrri varð til við samein­ingu fjög­urra sveit­ar­fé­laga árið 1994, það er Barða­strand­ar­hrepps, Rauðasands­hrepps, Bíldu­dals­hrepps og Patreks­hrepps.

Til Vest­ur­byggðar teljast Birki­melur á Barða­strönd, Bíldu­dalur, Tálkna­fjörður og Patreks­fjörður og sveit­irnar Barða­strönd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðis­andur og Suður­firðir.

Fyrrum voru sex hreppar á suður­svæði Vest­fjarða: Barða­strand­ar­hreppur, Ketildala­hreppur, Patreks­hreppur, Rauðasands­hreppur, Suður­fjarða­hreppur og Tálkna­fjarð­ar­hreppur. Árið 1987, þann 1. júlí, voru Ketildala­hreppur og Suður­fjarða­hreppur samein­aðir í Bíldu­dals­hrepp og þann 11. júní 1994 samein­uðust Bíldu­dals­hreppur, Barða­stranda­hreppur, Patreks­hreppur og Rauðasands­hreppur í Vest­ur­byggð. Samein­ing­ar­til­lagan var felld í kosn­ingum á Tálkna­firði árið 1994 og aftur árið 2005.

Haustið 2023 var kosið á ný um samein­ingu Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarð­ar­hrepps og var þá samein­ingin samþykkt.


Bæjarstjórar í Vesturbyggð

 • Gerður Björk Sveins­dóttir 2024-
 • Þórdís Sif Sigurð­ar­dóttir 2022–2024
 • Rebekka Hilm­ar­dóttir, 2018–2022
 • Ásthildur Sturlu­dóttir, 2010–2018
 • Frið­björg Matth­ías­dóttir, afleysing,  2016–2017
 • Ragnar Jörundsson, 2006–2010
 • Guðmundur Guðlaugsson, 2004–2006
 • Brynj­ólfur Gíslason, 2002–2004
 • Jón Gunnar Stef­ánsson, 1998–2002
 • Jón Gauti Jónsson, 1997–1998
 • Gísli Ólafsson, 1995–1997
 • Ólafur Arnfjörð, 1994–1995

Byggðamerki Vesturbyggðar

Athugið að ekki hefur verið ákveðið hvert byggða­merki Vest­ur­byggðar hinnar nýrri verður, þangað til verður notast til jafns við byggða­merki Vest­ur­byggðar hinnar fyrri annars vegar og Tálkna­fjarð­ar­hrepps hins vegar.

Byggða­merki Vest­ur­byggðar var valið eftir auglýs­ingu um nýtt merki 1994. Merkið var uppruna­lega teiknað af Hall­dóri Eyjólfs­syni, graf­ískum hönnuði.

Bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar auglýsti eftir tillögum að mynd­rænu tákni sem nota mætti sem uppi­stöðu í byggða­merki fyrir Vest­ur­byggð. Hugmyndin átti að tengjast sögu eða sérkennum byggð­ar­lagsins. Niður­staðan var merki sem var uppruna­lega teiknað af Hall­dóri Eyjólfs­syni, graf­ískum hönnuði.

Táknin sem koma fram í merkinu eru Hrafna-Flóki ásamt hröfn­unum þremur er varða söguna eins og segir í Land­námu: „Þeir Flóki sigldu vestur yfir Breiða­fjörð og tóku þar land sem heitir Vatns­fjörður við Barða­strönd.“ Í sömu sögu segir einnig: „Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin, fjörð fullan af hafísum, því kölluðu eir landið Ísland sem það hefur síðan heitið.“ Látra­bjarg, vest­asti oddi Evrópu, eitt af einkennum byggð­ar­lagsins er í forgrunni og minnir á sambúð manns og náttúru og nýtingu land­gæða. Blár sjór táknar hrein­leika hafsins og sjósókn við Vest­ur­byggð.

Byggðamerki Vesturbyggðar

Árið 2018 var merkið endurteiknað til þess að standast nútíma­kröfur um notkun á staf­rænum miðlum. Merkið var um leið stíliserað til að falla betur að nýrri heild­ar­ásýnd sveita­fé­lagsins, sem var tekin upp á sama tíma. Einnig voru ákveðnir þættir í merkinu uppfærðir til að standast betur kröfur Einka­leyf­a­stofu fyrir skrán­ingar á byggða­merkjum. Ný teikning merk­isins er teiknuð á hönn­un­ar­stof­unni Kolofon.

Byggða­merki Vest­ur­byggðar má hlaða niður hér til hliðar. Þar má finna útgáfur af merkinu fyrir helstu prent- og skjánotkun, í fullum lit og einlit.


Byggðamerki Tálknafjarðarhrepps

Athugið að ekki hefur verið ákveðið hvert byggða­merki Vest­ur­byggðar hinnar nýrri verður, þangað til verður notast til jafns við byggða­merki Vest­ur­byggðar hinnar fyrri annars vegar og Tálkna­fjarð­ar­hrepps hins vegar.

Byggða­merki Tálkna­fjarð­ar­hrepps sýnir landslag fjarð­arins, með Sandodda fyrir miðju. Íbúar Tálkna­fjarð­ar­hrepps greiddu atkvæði um tillögur að byggða­merki árið 2002.

Byggðamerki Tálknafjarðarhrepps