Um Tálkna­fjarð­ar­hrepp

Tálkna­fjarð­ar­kauptún er byggt að mestu leyti í landi Tungujarð­anna við norð­an­vert Hópið, innsta hluta Tálkna­fjarðar. Sveins­eyr­aroddi lokar þessum hluta fjarð­arins, og gerir það að verkum að úthafs­alda nær ekki inn. Í maí 2024 samein­aðist Tálkna­fjarð­ar­hreppur sveit­ar­fé­laginu Vest­ur­byggð að undan­gengnum almennum kosn­ingum þar um haustið áður.

Skjól fyrir úthafs­öldu og mikið aðdýpi gerir Hópið að frábærri höfn frá nátt­úr­unnar hendi. Þessu kynntust útlend­ingar, sem stunduðu fisk­veiðar hér við land, og höfðu m.a. Hollend­ingar hér aðstöðu fyrr á tímum og gengu svo langt, að skíra fjörðinn upp á nýt og merkja inn á kort sín.

Nokkurt þétt­býli hefur löngum verið á þessum stað. Á 5. áratug aldar­innar var byggt hér frystihús og fjölgaði þá fólki á staðnum. Árið 1956 keypti frysti­húsið fyrstu stál­bátana til að auka umsvifin og reyna að halda í fólk á þeim búsetu­breyt­ing­ar­tímum sem þá voru. Samfeld aukning hefur síðan verið í uppbygg­ingu kaup­túnsins en búskapur er nær alveg aflagður í hreppnum.

Tálkna­fjarð­ar­kauptún er nú snyrti­legt nútíma sjáv­ar­pláss, sem nýtur skjóls af Tungu­felli og fjall­garð­inum fyrir norð­anátt. Heitar laugar, sem eru víða við norð­an­verðan fjörðinn, eru nýttar til fisk­eldis og ennfremur til hitunar íþrótta­húss og sund­laugar, sem opin er árið um kring og mikið stunduð af heima­mönnum og gest­kom­andi.