Allt um kosn­ing­arnar

Laug­ar­daginn 4. maí 2024 verður kosið annars vegar til sveit­ar­stjórnar sameinaðs sveit­ar­fé­lags Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar og hins vegar til heima­stjórna.

Hver er munurinn?

Kosn­ingar til sveit­ar­stjórnar fylgja kosn­inga­lögum en kosn­ingar til heima­stjórna fylgja reglu­gerð um íbúa­kosn­ingar sveit­ar­fé­laga. Sveit­ar­stjórnir Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarð­ar­hrepps hafa samþykkt reglur um kosn­ingar til heima­stjórna í sameinuðu sveit­ar­fé­lagi. Munurinn fyrir kjós­endur felst aðal­lega í kosn­ing­ar­aldri og hvar skuli kjósa áður en kemur að kjör­degi. Kosn­ing­ar­aldur til sveit­ar­stjórnar er 18 ár en til heima­stjórna er hann 16 ár.

Utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðsla í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum fer fram á skrif­stofum sýslu­manna um allt land fram til föstu­dagsins 3.maí en kjör­dagur er laug­ar­daginn 4.maí. Atkvæði í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum þarf að senda til Vest­ur­byggðar eða Tálkna­fjarð­ar­hrepps ef kosið er annars staðar en á Vest­fjörðum. Hjá sýslu­manni Vest­fjarða á Ísafirði og Hólmavík má skilja atkvæðið eftir á skrif­stofum þeirra og því verður komið til Patreks­fjarðar fyrir kjördag.

Í heima­stjórn­ar­kosn­ing­unum er kosið í ráðhúsi Vest­ur­byggðar frá og með föstu­deg­inum 19. apríl til og með föstu­dagsins 03.maí fyrir allar fjórar heima­stjórn­irnar og á kjör­degi 4. maí í öllum kjör­deildum sveit­ar­fé­lag­anna. Jafn­framt má óska eftir að fá að greiða atkvæði i póst­kosn­ingu þar sem kjós­andi fær sendan atkvæða­seðil, ýmist í pósti eða rafrænt samkvæmt reglum þar um. Kjörgengir til heima­stjórnar eru allir íbúar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag en íbúar 16-18 ára geta kosið í heima­stjórn­ar­kosn­ing­unum.

Nánari upplýs­ingar um atkvæða­rétt og utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðslu eru hér fyrir neðan.

 

 

 

 


Má ég kjósa?

Hægt er að fletta upp hvort maður megi kjósa á heima­síðu Þjóð­skrár.

Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar

Kjörgengir eru:

  • Allir íslenskir ríkis­borg­arar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, og sem skráðir eru með lögheimili í öðru hvoru sveit­ar­fé­laginu 38 dögum fyrir kjördag.
  • Þeir náms­menn á Norð­ur­lönd­unum sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag eiga kosn­ing­ar­rétt í því sveit­ar­fé­lagi þar sem lögheimili þeirra var skráð við brott­flutning. Sama gildir um maka og börn þeirra sem dveljast með þeim í viðkom­andi landi. Athugið að frestur fyrir umsóknir náms­manna búsetta á Norð­ur­lönd­unum til að fá að kjósa var 25. mars síðast­liðinn.
  • Allir danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkis­borgara sem eiga lögheimili í öðru hvoru sveit­ar­fé­laginu og hafa náð 18 ára aldri á kjördag.
  • Aðrir erlendir ríkis­borg­arar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag, hafa átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og eru skráðir með lögheimili í öðru hvoru sveit­ar­fé­laginu.

Heima­stjórn­ar­kosn­ingar

Kjörgengir eru:

  • Allir íslenskir ríkis­borg­arar sem náð hafa 16 ára aldri á kjördag, og sem skráðir eru með lögheimili í öðru hvoru sveit­ar­fé­laginu 22 dögum fyrir kjördag.
  • Allir danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkis­borgara sem eiga lögheimili í öðru hvoru sveit­ar­fé­laginu og hafa náð 16 ára aldri á kjördag.
  • Aðrir erlendir ríkis­borg­arar sem hafa náð 16 ára aldri á kjördag, hafa átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og eru skráðir með lögheimili í öðru hvoru sveit­ar­fé­laginu.

Hvar á ég að kjósa á kjördag?

Hægt er að fletta því upp sínum kjör­stað á heima­síðu Þjóð­skrár.

Kosið verður til sveit­ar­stjórnar og heim­stjórna á kjördag á eftir­far­andi stöðum:

  • Félags­heim­ilinu Bald­urs­haga á Bíldudal
  • Félags­heim­ilinu Birkimel á Barða­strönd
  • Félags­heimili Patreks­fjarðar
  • Tálkna­fjarð­ar­skóla

Hvenær er hægt að kjósa á kjördag?

Upplýs­ingar verða birtar síðar.


Hvað ef ég kemst ekki á kjördag?

Sveita­stjórn­ar­kosn­ingar – utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðsla

Utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðsla hefst föstu­daginn 5. apríl 2024.

Hægt er að kjósa utan kjör­fundar á skrif­stofu sýslu­manns Vest­fjarða að Aðalstræti 92 á Patreks­firði á afgreiðslu­tíma:

  • Mánu­daga til fimmtu­daga kl. 09:30-12:00 og 13:00-15:00
  • Föstu­daga kl. 09:30-12:00

Þá er einnig hægt að kjósa utan kjör­fundar á skrif­stofum sýslu­manna um allt land fram til föstu­dagsins 3.maí. Atkvæði í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum þarf að senda til Vest­ur­byggðar eða Tálkna­fjarð­ar­hrepps ef kosið er annars staðar en á Vest­fjörðum. Hjá sýslu­manni Vest­fjarða á Ísafirði og Hólmavík má skilja atkvæðið eftir á skrif­stofum þeirra og því verður komið til Patreks­fjarðar fyrir kjördag.

Heima­stjórn­ar­kosn­ingar

Kosið er í ráðhúsi Vest­ur­byggðar að Aðalstræti 75 á Patreks­firði á opnun­ar­tíma:

  • Mánu­daga til fimmtu­daga kl. 10:00-12:30 og 13:00-15:00
  • Föstu­daga kl. 10:00-13:00

Kosning hefst föstu­daginn 19. apríl 2024.

Póst­kosning

Sjái íbúi sér ekki fært að mæta á kjör­stað er hægt að óska eftir því að greiða atkvæði sitt með póst­kosn­ingu. Slík beiðni skal berast skrif­stofum sveit­ar­fé­lag­anna í tölvu­pósti eða í síma og skal taka fram hvort kjör­gögn eigi að berast til viðkom­andi aðila í almennum bréf­pósti eða í tölvu­pósti. Sé kosið í póst­kosn­ingu ber íbúi ábyrgð á að koma kjör­seðli á kjör­stað fyrir lokun kjör­staða, 4. maí.