Framboð til heima­stjórna

Allir íbúar hvers svæðis eru í fram­boði til heima­stjórnar og kýs hver íbúi einn einstak­ling á því svæði sem hann býr. Þau sem gefa sérstak­lega kost á sér í býðst að kynna sig og sín áhugamál á þessari síðu. Kynn­ingar verða settar inn jafnóðum og þær berast, tekið verður við kynn­ingum á netfangið muggs­stofa@vest­ur­byggd.is til fimmtu­dags 2. maí klukkan 12:00.

Framboð til heimastjórnar Arnarfjarðar

Jón Þórð­arson

Gils­bakka 8, 465 Bíldudal

Ágætu íbúar Arnar­fjarðar í Vest­ur­byggð.

Ég, Jón Þórð­arson, Gils­bakka 8 465 Bíldudal, hef ákveðið að bjóða mig fram til heima­stjórnar í komandi kosn­ingum 4. maí 2024.

Það geri ég vegna áhuga um míns og vænt­umþykju á því samfé­lagi sem við byggjum. Það verður vænt­an­lega af ýmsu að taka á því sviði er heima­stjórnum er ætlað. Vænt­an­lega koma þar umhverf­ismál inn, svo og mörg önnur málefni. Mín trú er að þetta fyrir­komulag er varðar heima­stjórnir muni hafa þegar fram líða stundir jákvæð áhrif á okkar samfélag.

Sumir þekkja mig og vita hvað ég hef fengist við í gegnum ơðina, en það er ýmis­legt. Til dæmis; sjómennska, fisk­vinnsla, útgerð, endur­bygging mann­virkja, versl­unar rekstur og ferða­þjón­usta svo nokkuð sé nefnt.

Ég er tilbúinn til að vinna með hverjum sem er að fram­gangi okkar góða samfé­lags á ýmsum sviðum ef ég
fæ braut­ar­gengi til í kosn­ingum 4. maí 2024.

Góðar kveðjur
Jón Þórð­arson, Bíldudal.

Jón Þórðarson

Framboð til heimastjórnar Patreksfjarðar

Sveinn Jóhann Þórð­arson

Urðar­götu 7, Patreks­firði

Kæru nágrannar,

Sveinn Jóhann Þórð­arson heiti ég og starfa í fiski og ýmsu barn­a­starfi. Ég hef brenn­andi áhuga á því að taka þátt í starfi heima­stjórnar, þá sérstak­lega með það að mark­miði að gera okkur að stærra og öflugra samfé­lagi. Ég tel að til þess þurfum við nokkra hluti til að við getum aukið þjón­ustu í okkar blessuðu byggð.

Okkur vantar að fá lágvöru­verslun, tann­lækni sem annað hvort býr hér eða kemur reglu­lega, fleiri og fjöl­breyttari fyrir­tæki svo við séum með öruggri stoðir fyrir samfé­lagið. Ég vil ýta á verð­andi bæjar­stjórn að efla tómstund­astarf, þá sérstak­lega fyrir 5. – 7. bekk og fram­halds­skóla­nema sem vantar skipu­lagt starf og aðstöðu fyrir mikil­vægt forvarn­ar­starf.

Kær kveðja,

Sveinn Jóhann Þórð­arson.

Sveinn Jóhann Þórðarson

Framboð til heimastjórnar Rauðasandshrepps og Barðastrandar

Ástþór Skúlason

Mela­nesi, Rauðas­andi

Ágætu íbúar Barða­strandar- og Rauðasands­hrepps hinna fornu.

Ég Ástþór Skúlason á Mela­nesi Rauðas­andi hef ákveðið að bjóða fram krafta mína til setu í heima­stjórn í komandi kosn­ingum þann 4. maí næst­kom­andi ef fólki hugnast að veita mér gengi til.

Það geri ég af áhuga og vænt­um­hyggju á þeirri náttúru og því samfé­lagi sem við búum í og mér er mikið í mun að greiða götu þess til uppbygg­ingar og varð­veislu sem frekast er kostur. Ég hef ekki háskóla­gráður til að státa af en ég tel mig þó hafa ágæta þekk­ingu á þeirri náttúru og lífríki sem við búum í.

Í von um að sem flestir geti nýtt sér atkvæð­is­rétt sinn þann 4. maí.

Kærar kveðjur

Ástþór Skúlason

Ástþór Skúlason

Edda Kristín Eiríks­dóttir

Grjót­hólum, Barða­strönd

Ágætu sveit­ungar,

Ég gef kost á mér til setu í heima­stjórn fyrrum Barða­strand­ar­hrepps og Rauðasands­hrepps. Heima­stjórnum er ætlað að tryggja áhrif og aðkomu heima­fólks að þeim ákvörð­unum sem teknar eru í sveit­ar­fé­laginu, ásamt því að koma málum á dagskrá bæjar­stjórnar. Ef þið treystið mér til starfa þá treysti ég mér í verk­efnið.

Ég er fædd á Patreks­firði 1973 og alin upp að hálfu hjá móður­for­eldrum mínum í Haga. Ég er sagn­fræði- og ferða­mála­fræði­menntuð, með leið­sögu­manns­próf, land­varða­rétt­indi og diplómu í opin­berri stjórn­sýslu. Um þessar mundir vinn ég að því að klára MPA nám í opin­berri stjórn­sýslu í HÍ.

Ég hef starfað hjá hinu opin­bera frá árinu 2012, fyrst hjá Þjóð­skrá Íslands sem deild­ar­stjóri en sem svæð­is­sér­fræð­ingur á sunn­an­verðum Vest­fjörðum í nátt­úru­vernd­art­eymi Umhverf­is­stofn­unar frá ársbyrjun 2017. Ég tel að reynsla mín og
menntun úr stjórn­sýsl­unni muni nýtast vel í þeim verk­efnum sem heima­stjórnum verða falin.

Mál sem eru mér hugleikin eru vernd­ar­svæði og virðing fyrir gæðum nátt­úr­unnar, samgöngu­bætur og þjón­usta. Fyrir sveit­irnar tel ég sérstak­lega brýnt að vel sé búið að fjöl­skyldu­fólki þar eð grund­völlur þess að samfélög eigi sér von um sjálf­bæra framtíð felst bein­línis í því að þar sé með góðu móti hægt að koma börnum á legg.

Með vinsemd

Edda Kristín Eiríks­dóttir, Grjót­hólum

Edda Kristín Eiríksdóttir