Hoppa yfir valmynd

Verk­stjóri þjón­ustu­stöð Patreks­firði

Vega­gerðin auglýsir starf verk­stjóra við þjón­ustu­stöðina á Patreks­firði laust til umsóknar. Starfs­hlut­fall er 100%


Skrifað: 13. september 2024

Starfsauglýsingar

Þjónustustöð sér um almenna þjónustu og viðhald vega og vegbúnaðar á svæðinu. Verkstjóri hefur umsjón og eftirlit með verkefnum á þjónustustöðinni og sér til þess að þau séu unnin í samræmi við áætlanir og öryggisstefnu Vegagerðarinnar. Verkstjóri er staðgengill yfirverkstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Er staðgengill yfirverkstjóra
  • Gætir að öryggi starfsfólks þjónustustöðvar og vegfaranda á vinnusvæðum og fylgir öryggisreglum þar að lútandi
  • Almenn þjónusta, eftirlit og verkstjórn í viðhaldi vega og vegbúnaðar á svæði þjónustustöðvarinnar
  • Eftirlit í vetrarþjónustu með færð á vegum, upplýsingagjöf og stjórnun snjómoksturs í samvinnu við yfirverkstjóra og vaktstöð Vegagerðarinnar
  • Aðstoðar við umferðarþjónustu, birgðahald og uppgjör
  • Samskipti og eftirlit með verktökum
  • Vinnur bakvaktir í vetrarþjónustu og er aðgengilegur ef þörf skapast, s.s. vegna veðurs, náttúruhamfara og slysa

Hæfniskröfur

  • Almennt grunnnám, iðnmenntun æskileg
  • Reynsla af stjórnun æskileg
  • Verkstjórnarnámskeið eða sambærilegt er æskilegt
  • Meirapróf og/eða vinnuvélaréttindi æskilegt
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Góð enskukunnátta æskileg
  • Góð tölvukunnátta
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
  • Góð öryggisvitund

Umsóknarfrestur er til og með 27. september 2024

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkstjórafélag Vestfjarða hafa gert. Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veitir Bríet Arnardóttir, briet.arnardottir@vegagerdin.is, sími 522 1000.