Hoppa yfir valmynd

Útboð — Bíldu­dals­skóli, leik- og grunn­skóli

Vest­ur­byggð óskar eftir tilboðum í verkið „Bíldu­dals­skóli, leik- og grunn­skóli.“ Verkið felst í fram­kvæmd á nýbygg­ingu Bíldu­dals­skóla. Verkið skal vinna samkvæmt útboðs- og verk­lýs­ingu Bíldu­dals­skóli, leik- og grunn­skóli. Útboðs­gögn verða afhent rafrænt í tölvu­pósti, óska skal eftir gögnum á netfangið geir@vest­ur­byggd.is.


Skrifað: 5. júlí 2024

Auglýsingar

Verkið skal framkvæma samkvæmt útboðsgögnum og öðrum gögnum sem þar er vísað til. Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf til að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum.  Verktaki skal skila verkinu til verkkaupa í samræmi við ákvæði útboðsgagna.

Nýr Bíldudalsskóli við Hafnarbraut 5 verður samrekinn leik – og grunnskóli fyrir u.þ.b. 36 nemendur, ásamt frístund. Nýbyggingin verður reist með það fyrir augum að nýtast á marga vegu og þjóna samfélaginu á Bíldudal. Um ræðir áfanga eitt, þar sem framtíðaráform eru um að byggja við skólann samhliða aukningu nemenda.

Bjóðendum er bent á að kynna sér vel allar aðstæður á vinnusvæðinu.

Útboðsyfirlit

Tegund úboðs: Almennt opið rafrænt útboð
EES útboð: Nei
Útboð auglýst: 04.07. 2024
Afhending gagna: 05.07.2024.
Fyrirspurnafrestur útrunninn: 22.07. 2024
Svarfrestur útrunnin: 26.07. 2024
Skilafrestur tilboð: 12.08.2024 kl. 11:00
Opnunarstaður tilboða: Þar sem útboðið er rafrænt er ekki um formlegan opnunarfund að ræða.
Tilkynning um val tilboðs: 19.08.2024
Verklok: 15.07.2025
Frávikstilboð: Leyfilegt
Verðlagsgrundvöllur: Verkið verðbætist ekki
Fylgigögn með tilboði: Tilboðsblað og tilboðsskrá (tilboðið er ógilt án þeirra)

Vesturbyggð áskilur sér rétt til að kalla eftir upplýsingum sem varða verkefnið.

Æskilegt er að bjóðandi  hafi reynslu í að vinna sambærileg verk og felast í útboði þessu.

Útboðsform

Hér er um opið rafrænt útboð að ræða eins og lýst er í lögum um framkvæmd útboða nr.65/1993 og ÍST30:2012 gr. 1.2.10. Tilboð skulu send tímanlega með tölvupósti á geir@vesturbyggd.is.

Útboðsgögn verða tilbúin föstudaginn 5. júlí n.k fást afhent ef ósk þar um er send á ofangreint netfang. Vinsamlegast takið fram hvaða fyrirtæki óskar eftir gögnum og nöfn starfsmanna sem vinna munu tilboðið ásamt netfangi og símanúmeri þeirra.

Farið verður með allar upplýsingar frá bjóðendum sem trúnaðarmál.


Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is / 450 2300