Hoppa yfir valmynd

Ráðstefna — Ungt fólk og lýðheilsa

Ungmenna­ráð­stefnan Ungt fólk og lýðræði fer fram dagana 20. – 22. sept­ember 2024 að Reykjum í Hrúta­firði. Athugið að skrán­ingu lýkur í dag, 13. sept­ember.


Skrifað: 13. september 2024

Auglýsingar

Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði. Hellings hópefli og samvera. Kynningar með mögnuðum fróðleik. Uppörvandi og hvetjandi vinnustofur, samtal við ráðamenn, kvöldvökur og önnur skemmtilegheit. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður svo það borgar sig að bíða ekki of lengi með skráningu. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn.

Ekki þarf að vera í ungmennaráði eða ákveðnu félagi til þess að koma. Ráðstefnan er fyrir öll ungmenni á aldrinum 15 til 30 ára. Skráning er á heimasíðu UMFÍ.