Hoppa yfir valmynd

Ný íbúagátt

Ný íbúagátt hefur opnað á vef sveit­ar­fé­lagsins þar sem íbúar geta meðal annars nálgast eyðu­blöð og fylgst með stöðu umsókna sinna. 


Skrifað: 2. september 2024

Nýja viðmótinu er ætlað að vera notendavænna og auðvelda afgreiðslu umsókna. Það gerir íbúum kleift að nálgast flestöll eyðublöð sveitarfélagsins á einum stað og fylgjast með stöðu umsókna. Vinna við uppsetningu eyðublaðanna á gáttina er yfirstandandi og vonast er til að þau verði öll komin inn á næstu dögum. Hlekk á íbúagáttina má finna efst á heimasíðunni. 

Athugið að þessar breytingar eiga ekki við um eyðublöð hjá byggingarfulltúa annars vegar og hjá tónlistarskóla hins vegar. Þau má finna, sem áður, hér á heimasíðunni. 

Nýjar reglur varðandi rafræn skilríki 

Ástæður þessarar breytingar eru annars vegar nýjar reglur hjá island.is varðandi innskráningu með auðkenni í síma og hins vegar að frá og með 1. janúar 2025 er öllum opinberum aðilum skylt að bjóða upp á stafrænar birtingar gagna, til dæmis reikninga, samkvæmt lögum um stafrænt pósthólf.