Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Kosið um samein­ingu í október

Sveit­ar­stjórnir Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar hafa báðar samþykkt að fara að tillögu samstarfs­nefndar um samein­ingu og efna til kosn­inga sem ljúka skal 28.október 2023.


Skrifað: 29. júní 2023

Í febrúar var skipuð samráðsnefnd um sameiningu af báðum sveitarstjórnum. Sú nefnd skipaði sjö samráðshópa um tilgreinda málaflokka er varða sameininguna. Var þeirra hlutverk að meta stöð sveitarfélaganna í viðkomandi málaflokki sem og að móta drög að framtíðarsýn fyrir viðkomandi málaflokk. Þann 14.júní síðastliðinn skiluð hóparnir inn áliti sínu til sveitastjórna. Þar kemur fram að sameining sé talin framfaraskref fyrir bæði sveitarfélögin.

Bæði sveitastjórn Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar skora jafnframt á Alþingi að undirbúningur við gerð jarðganga um Mikladal og Hálfdán hefjist sem fyrst. Í vinnu starfshópanna kom það skýrt fram að forsenda þess að sameining skili árangri sé að svæðið myndi einn búsetu-, atvinnu- og þjónustukjarna og því skipti miklu máli að hægt verði að ferðast milli byggðakjarna allt árið um kring.