Hoppa yfir valmynd

Fjallskila­seðill 2024

Fjallskila­seðill Vest­ur­byggðar hefur verið samþykktur á fundi fjallskila­nefndar.


Skrifað: 29. ágúst 2024

Lögréttir skulu vera á tímabilinu frá 7. september til 14. október 2024. Seinni leitir skulu framkvæmdar eigi síðar en 20. október 2024. Dagssetningar á seðlinum eru byggðar á reynslu fyrri ára. Ábyrgðaraðilar fyrir leitarsvæði og réttarstjórar verða tilgreindar í sundurliðun fjallskilaseðils. Hlutverk leitarstjóra er að sjá til þess að leitir séu mannaðar.

Fjallskilanefnd skorar á alla land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv. beiðni leitarstjóra. Vanræksla eins bitnar á öðrum og gerir allt skipulag erfitt í framkvæmd.

Tilgangurinn er að reyna að létta smölunina með því að sem flestir geti unnið saman og sem skemmstur tími líði milli smölunar á samliggjandi svæðum. Árangurinn ætti að verða betri heimtur.

Athugasemdir við fjallskilaseðil skal beina til skrifstofu Vesturbyggðar og skulu berast eigi síðar en 6. september 2024. Hægt er að senda athugasemdir á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is