Hoppa yfir valmynd

Vinnuhópur um hjúkrunarheimili #1

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, neðri hæð, 26. nóvember 2014 og hófst hann kl. 11:00

    Fundargerð ritaði
    • Elsa Reimarsdóttir Félagsmálastjóri

    Almenn erindi

    1. 1. fundur vinnuhóps um hjúkrunarheimili

    Tillaga samráðsnefndar:
    Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps leggur til að skipaður þjónustuhópur aldraðra verði fenginn til þess að meta núverandi rými á Heilbrigðisstofnuninni á Patreksfirði sem hjúkrunardeild er rekin í. Jafnframt er hópnum ætlað að skila inn tillögu til samráðsnefndar um hvaða leiðir hópurinn telur vænlegastar til að bæta núverandi hjúkrunardeild í samræmi við þær kröfur sem embætti landlæknis gerir til hjúkrunarheimila í dag. Hópurinn hafi til hliðsjónar þær tillögur og greinargerð með teikningum sem unnar hafa verið fyrir sveitarfélögin. Með hópnum skal starfa Elsa Reimarsdóttir félagsmálastjóri. Formanni samráðsnefndar er falið að ræða við formann þjónustuhóps aldraðra og svara þeim spurningum sem fram geta komið.
    Tillaga samþykkt.

    Anna er búin að óska eftir upplýsingu frá Landlæknisembættinu um hvaða kröfur eru gerðar til hjúkrunarheimila, húsnæðis, mönnun og fleira.

    Margrét benti á ritgerð Guðfinnu Björnsdóttur um húsnæði eldri borgara.

    Á hjúkrunarheimili hér, að mati Önnu, þurfa að vera um átta einstaklingsrými. Venjulega er fólk um það bil 3 ár á hjúkrunarheimili miðað við að fólk geti verið sem lengst heima enda fái það góða þjónustu heim.

    Fyrir liggur að fara í breytingar á hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnuninni. Verði 6 einstaklingsherbergi. Anna mun óska eftir að fá teikningar sem verða lagðar fram á næsta fundi.

    Fram lögð þarfagreining og tillögur frá Arkís, auk teikninga, varðandi Heilbrigðisstofnunina og mun verkefnahópur leggjast yfir þær með hliðsjón af upplýsingum frá Landlæknisembætti.

      Málsnúmer 1411092

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30