Hoppa yfir valmynd

Earth Check umhverfis- og gæðastjórnunarkerfi

Málsnúmer 2409076

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. september 2024 – Bæjarstjórn

Lagður fram tölvupóstur Hjörleifs Finnssonar, verkefnastjóra umhverfis- og loftslagsmála hjá Vestfjarðastofu, dagsettur 27. júní 2024, vegna þátttöku sveitarfélagsins í Earth Check. Framkvæmdaráð Earth Check ályktaði á fundi sínum 24. apríl sl. að best færi á að hætta í verkefninu og leita annarra lausna til umhverfisstjórnunar. Áður nefnd fundargerð jafnframt lögð fram til kynningar.

Stjórn Fjórðungssambandsins tók málið fyrir og vísaði samþykkt framkvæmdaráðs EC (um að hætta þátttöku í EC) til hvers og eins sveitarfélags til ákvarðanatöku.

Bæjarstjórn samþykkir að hætta í verkefninu Earth Check þar sem þátttaka hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með. í stað umhverfisstarfs Earthcheck mun áherslan vera á gerð og innleiðingu loftlags- orkuskiptaáætlana sem og umhverfisstjórnun.

Til máls tók: Varaforseti

Samþykkt samhljóma