Hoppa yfir valmynd

Löndun byggðakvóta í Tálknafirði

Málsnúmer 2409003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

5. september 2024 – Heimastjórn Tálknafjarðar

Ályktun heimastjórnar Tálknafjarðar um löndun byggðakvóta

Heimastjórn Tálknafjarðar leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að settar verði reglur um að byggðakvóta sem úthlutað er til báta í Tálknafirði verði landað í Tálknafirði.
Með því móti er betur tryggt að Tálknafjarðarhöfn fái tekjur af lönduðum afla til að standa undir þeim framkvæmdum og endurbótum sem eru löngu orðnar nauðsynlegar á höfninni. Unnið er að því að koma þessum framkvæmdum inn í Samgönguáætlun og með því að landa úthlutuðum byggðakvóta Tálknafjarðar í Tálknafjarðarhöfn er verið að tryggja að tekjur komi inn á móti þeim kostnaði sem fellur til við framkvæmdirnar.

Samþykkt samhljóða.




10. september 2024 – Bæjarráð

Lögð fram til kynningar tillaga frá heimastjórn Tálknafjarðar varðandi löndun byggðakvóta í Tálknafirði, bókunin er eftirfarandi:

"Heimastjórn Tálknafjarðar leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að settar verði reglur um að byggðakvóta sem úthlutað er til báta í Tálknafirði verði landað í Tálknafirði.
Með því móti er betur tryggt að Tálknafjarðarhöfn fái tekjur af lönduðum afla til að standa undir þeim framkvæmdum og endurbótum sem eru löngu orðnar nauðsynlegar á höfninni. Unnið er að því að koma þessum framkvæmdum inn í Samgönguáætlun og með því að landa úthlutuðum byggðakvóta Tálknafjarðar í Tálknafjarðarhöfn er verið að tryggja að tekjur komi inn á móti þeim kostnaði sem fellur til við framkvæmdirnar."