Hoppa yfir valmynd

Þúfneyri útivistarsvæði

Málsnúmer 2408113

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. september 2024 – Bæjarráð

Tillaga heimastjórnar Patreksfjarðar um gerð deiliskipulags fyrir Þúfneyri.

Byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðnum.

Bæjarráð þakkar heimastjórn Patreksfjarðar fyrir erindið. Bæjarráð vísar erindinu áfram inní fjárhagsáætlunarvinnu.




4. september 2024 – Heimastjórn Patreksfjarðar

Hugmyndir varðandi Þúfneyri í Patreksfirði.

Rætt um útivistarsvæðið á Þúfneyri og tækifæri til uppbyggingar á eyrinni. Heimastjórn Patreksfjarðar leggur til við bæjarstjórn að unnin verði tillaga að deiliskipulagi fyrir Þúfneyri skv. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem áhersla verður lögð á að bæta aðgengi að eyrinni með hjólreiða- og göngustígum og gert verði ráð fyrir bílastæði á eyrinni ásamt skipulagi á mögulegri uppbyggingu sem styður við sjósport og aðra útivist.

Samþykkt samhljóða.