Hoppa yfir valmynd

Öryggi skólabarna frá Barðaströnd

Málsnúmer 2408035

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. ágúst 2024 – Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps

Áskorun frá heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps um vindmælingar á Barðaströnd og önnur öryggisatriði til að tryggja öryggi skólabíls og annarra vegfarenda.

Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps fer fram á að bæjarstjórn beiti sér fyrir auknu öryggi vegfarenda um Barðaströnd og yfir á Patreksfjörð. Á þessari leið þarf með ýmsum hætti að bæta öryggi skólabarna sem þurfa að fara þennan veg alla virka daga.

Samþykkt samhljóða.




27. ágúst 2024 – Bæjarráð

Áskorun frá heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps um vindmælingar á Barðaströnd og önnur öryggisatriði til að tryggja öryggi skólabíls og annarra vegfarenda.

Bæjarráð þakkar heimastjórn fyrrum Barðastrandar- og Rauðasandshrepps fyrir góðar ábendingar.

Fjarskiptasjóður vinnur nú að því að setja upp sendir sem mun bæta fjarskipti á hluta þeirrar leiðar sem heimastjórn bendir á. Vonast er til að það verði klárað fyrir veturinn.

Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með Vegagerðinni þar sem farið verði yfir þau atriði sem heimastjórn bendir á og snúa að Vegagerðinni.